Lífið

Forsetinn tók lagið með Helga Björns

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir í gær og greip í míkrafóninn ásamt Helga Björns á Úlfarsfelli í grenjandi rigningu og roki. Lagið sem varð fyrir valinu var „Vertu þú sjálfur“.

Lífið

Tilkynntu nafnið með frumsömdu ljóði

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, nefndu dóttur sína og fögnuðu þrítugsafmæli Ingileifar í gær á Uppstigningardaginn.

Lífið

Byrjaði með kærastanum eftir blint stefnu­mót

Söngkonan Miley Cyrus prýðir nýjustu forsíðu British Vogue. Í viðtali við tímaritið segir hún meðal annars frá því hvernig hún kynntist kærastanum sínum, Maxx Morando. Miley segist hafa kynnst honum á blindu stefnumóti.

Lífið

Þóra Dungal er látin

Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur.

Lífið

„Svo verður maður kannski fyrir valtara og hvað gerirðu þá?“

„Ég hef rosalega gaman að því að vera á einhverjum mörkum. Með svona „questionable“ fagurfræði. Ég veit alveg að það finnst ekki öllum þetta flott og mér finnst það bara allt í lagi. Mér líður vel þar,“ segir listakonan og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins.

Menning

Sviðs­höfundur Lor­een segist ekki hafa stolið af Sæ­­mundi

Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 

Lífið

Missti tvær systur sínar og lifir nú einn dag í einu

„Það er ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn og hvað þá tvö. Þetta er ótrúlega erfið lífsreynsla og að sama skapi að horfa á foreldra sína syrgja svona,“ segir íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið

Heiðra minningu Njalla með tónleikum

Næstkomandi laugardag munu þrjár af vinsælustu sveitaballahljómsveitum landsins, Vinir vors og blóma, Land og synir og Sóldögg stíga á stokk í Háskólabíói og heiðra minningu hljómborðsleikara síns og vinar Njáls Þórðarsonar.

Lífið

Heitustu sumartrendin í ár

Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða.

Lífið

Allir spila með Babe Patrol

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að verja síðasta streyminu fyrir sumarfrí með áhorfendum sínum. Þá munu áhorfendur geta barist við stelpurnar í einkaviðureign í Warzone 2.

Leikjavísir

Unnur Birna aftur ófrísk

Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir ætlaði sér aldrei að eignast barn en hún þjáist af tókófóbíu eða sjúklegri hræðslu við meðgöngu og fæðingu. Fyrir tæpum þremur árum kom svo frumburðurinn, Náttsól Viktoría í heiminn og nú í september er von á óvæntum bróður. 

Lífið

Billie Eilish orðin einhleyp á ný

Poppstjarnan Billie Eilish og rokkarinn Jesse Rutherford, söngvari The Neighbourhood, eru hætt saman eftir sjö mánaða samband. Framhjáhald ku ekki vera ástæðan.

Lífið

Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri

Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst.

Lífið

Ásgeir Trausti með ábreiðu af Sálinni í herferð Ljóssins

Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, hrindir í dag af stað nýrri herferð undir yfirskriftinni Klukk, þú ert hann! Ásgeir Trausti leggur herferðinni lið með endurútgáfu á laginu Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns. 

Lífið

Þríleikurinn fullkomnaður með Birni og Ilmi

Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir verða í aðalhlutverkum í þriðja og síðasta hluta Mayenburg-þríleiksins sem Þjóðleikhúsið tók til sýninga í vetur. Þau bætast í hóp Gísla Arnar, Unnar Aspar, Nínu Daggar, Benedikts Erlings, Kristínar Þóru og Ebbu Katrínar sem hafa farið með aðalhlutverk í fyrri hlutunum tveimur, Ex og Ellen B.

Menning