Lífið

Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook

„Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“

Lífið

Stjórinn: Barist á botninum

Baráttan á botninum í ensku Úrvalsdeildinni heldur áfram hjá Stjórunum í kvöld. Störf þeirra hanga á bláþræði og það er til mikils að vinna eða tapa.

Leikjavísir

Hræðilegur hluti af starfinu

Á hverju ári fer kvikmyndagerðarfólk í miklar herferðir þegar líða fer að verðlaunahátíðum. Emma Thompson er þó ekki hrifin af þessu og segir slíkar herferðir vera „hræðilegar.“

Lífið

Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín

Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn.

Lífið

Með blæti fyrir Herjólfs­götunni

Í þættinum Draumaheimilinu á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með leit þeirra Ólafar Körlu Þórisdóttur og Daða Erni Jenssyni að nýrri eign en þau bjuggu áður í innri Njarðvík en vildu færa sig í Hafnarfjörðin til að vera nær fjölskyldunni. Parið skoðaði þrjár mismunandi eignir í þættinum og fundu síðan að lokum draumaheimilið.

Lífið

Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna

Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær.

Lífið

Hrista tvö þúsund manna veislur fram úr erminni

„Það er ekki nóg að stinga bara stofugræjunum í samband. Það þarf að huga að hljómburði hvort sem þú ætlar að halda tuttugu manna boð eða tvö þúsund manna viðburð. Það jafnast ekkert á við góða samkomu þar sem allir ná að skemmta sér saman og þá er mikilvægt að tækin sem er verið að nota séu fyrsta flokks, góður hljómur og að heyrist vel í ræðumanni, skemmtikröftum og tónlistinni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson í HljóðX en fyrirtækið leigir út hljóðkerfi, ljósa- mynd- og sviðsbúnað fyrir allar stærðir viðburða.

Lífið samstarf

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Lífið

Bollu­sæl­keri hefur smakkað tugi rjóma­bolla í dag

Bolludagurinn er í dag og landsmenn eflaust flestir gætt sér á rjómabollu í tilefni dagsins. Fáir hafa þó líklega fagnað deginum jafnákaft og ungur maður í Hafnarfirði. Hann er mikill bollusælkeri og réðst í það verkefni í dag að smakka sem allra flestar bollur.

Matur

Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show

Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim.

Menning