Lífið

Bílarnir sem Kaninn skildi eftir

Að ramba á stað sem eitt sinn iðaði af lífi en er nú í eyði er sérstök upplifun. Ikatek flugvöllur á Grænlandi er þannig staður. Hann var byggður af Bandaríkjaher í seinna stríði og notaður sem varaflugvöllur þar sem flugvélar á þessum slóðum gátu fengið olíu. Bílar, olíutunnur og leifar af flugskýlum og skálum standa á svæðinu innan um tignarleg fjöllin í kring og hafa ekki verið hreyfð eða notuð frá því að stríðinu lauk.

Lífið

Starfs­menn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE

EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum.

Lífið

Logi gekk út úr miðju viðtali

Handboltastjarnan Logi Geirsson rauk út í miðju viðtali á FM957 á dögunum. „Ég er ekki að fara svara þessu, ég veit alveg hvað þið eruð að fara að gera,“ sagði fjarþjálfarinn þegar hann gekk á dyr í kjölfar spurningaflóðs.

Lífið

Prettyboitjokko grátbað um annað lag

Tónlistarmaðurinn Prettyboitjokko hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Fyrst með samnefndu lagi, Prettyboitjokko, sem hann frumflutti í mars síðastliðnum, en í gær kom svo út fyrsta smáskífan. Listamaðurinn, sem heitir réttu nafni Patrekur Atlason, tók sér sviðsnafnið í upphafi ferils síns.

Lífið

Viðurkennir að hafa misst prófið

Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið.

Lífið

Segir sjálfsöryggið smita út frá sér

Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Harry mætti einsamall

Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn.

Lífið

Ekki endi­lega viss um að síma­kosningin fari vel með Lor­een

Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti.

Lífið

Langar stundum að verða slaufað

„Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið

Naktir nemendur sýna Grease

Eitt af einstaklingsverkefnum Listaháskólans er uppsetning á söngleiknum Grease. Þrjár sýningar verða sýndar á einum degi, næstkomandi laugardag. Söngleikurinn verður þó í aðeins öðru formi en áður þar sem allir leikarar verða naktir, alla sýninguna. Miðar á sýningar seldust upp á mettíma. Hópurinn sem kemur að verkinu er orðinn náinn og vel búinn undir frumsýningu. Farsímar verða bannaðir í salnum. 

Menning

Prufur í Idol eru hafnar

Prufur vegna Idol eru hafnar og fara þær næstu fram í Reykjavík um helgina, sunnudaginn 7. maí. Enn er tími til að skrá sig og verða prufur haldnar um land allt í maí.

Lífið

Hugi á markaðinn eftir sextán ára samband

Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson, sem lengi var þekktastur sem Ofur-Hugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútum, er orðinn einhleypur. Hugi greindi frá þessu í hlaðvarpi þeirra Sigmars Vilhjálmssonar vinar síns, sem ber einmitt heitið 70 mínútur.

Lífið

Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á al­manna­færi

Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Hrúturinn á leið inn í sigur­tíma­bil

Elsku Hrúturinn minn, það er svo margt búið að vera að gerast, og þú hefur ekki alveg getað haft þá stjórn sem þú vilt hafa. Svo þér finnst að allt renni saman í eitt, því að þú hefur ekki haft tök til þess að sinna öllu eins og þú vildir. Núna er hins vegar umbylting á hlutverki þínu og þú sérð að það var þér fyrir bestu að ýmislegt fór ekki nákvæmlega eins og þú vildir.

Lífið