Lífið

Handalögmál, hurðum skellt og framhjáhald í Aratungu

Það gengur mikið á á sviðinu í Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar sem verið að sýna farsa, sem kitlar hláturstaugarnar. Hurðum er skellt, misskilningur á sér stað, handalögmál eru á sviðinu, og grátbroslega atvik í bland við sprenghlægileg atriði eins og eiga að prýða góðan farsa.

Menning

Wheel of Fortune and Fantasy: Svik og framhjáhald Japana á Stockfish

Stockfish kvikmyndahátíðin er nú hafin og kennir þar ýmissa grasa. Fyrsta sýning opnunardagsins var hin japanska Wheel of Fortune and Fantasy eftir Ryûsuke Hamaguchi. Hún inniheldur þrjár stuttmyndir sem tengjast allar á þann máta að hafa kvenpersónur í forgrunni og fjalla um ástarsambönd og einhverskonar svik. 

Gagnrýni

„Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa

Eitt elsta bíó landsins brátt fyrir bí

Sögu eins elsta kvikmyndahúss landsins lýkur þann 1. maí þegar Borgarbíó á Akureyri hættir starfsemi. Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæðið og fyrirhuguð er uppbygging á íbúðar- og verslunarrými á reitnum og nærliggjandi svæði. Meðal hugmynda er að rífa húsið og byggja nýtt.

Menning

Reynsluheimur kvenna og kynlíf yfirfærð á strigann

Listakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar þriðju einkasýningu sína í dag í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan sextán ára. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna skoðar Aldís viðfangsefni sem hafa jafnvel verið tabú í samfélagslegri umræðu og yfirfærir meðal annars reynsluheim kynlífs frá kvenmanns sjónarhorni á strigann. Blaðamaður tók púlsinn á Aldísi og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar.

Menning

Hlátur og grátur í frumsýningarpartýi Fyrsta bliksins

Fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð af Fyrsta blikinu verður sýndur á Stöð 2 klukkan 18:55. Ása Ninna Pétursdóttir þáttastjórnandi hélt viðburð á Sjálandi þar sem aðstandendur þáttanna og vinir og fjölskylda fengu forskot á sæluna. 

Lífið

Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna

Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. 

Lífið

Lagerhreinsun hjá heitirpottar.is

„Það er dúndurlagersala í gangi hjá okkur á heitum pottum. Við erum að rýma fyrir nýjum vörum og viljum hefja vorið með hvelli! Ekki veitir af, það eru allir orðnir partýþyrstir og vilja græja pallinn og garðinn fyrir sumarið,“ segir Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is og lofar því að hægt sé að gera frábær kaup á lagersölunni.

Lífið samstarf

Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“

Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika.

Tónlist

Svart klósett og fjórar tegundir af flísum

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 á árinu sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Lífið

Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð

Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi.

Menning

Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó

Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar.

Tónlist