Lífið

Íslenski listinn: Ava Max og Tiesto krafsa í toppinn

Tónlistarfólkið Ava Max og Tiesto sameina krafta sína í laginu The Motto sem kom út í nóvember mánuði 2021. Lagið er komið með tæplega 200 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og situr í öðru sæti íslenska listans á FM957 eftir að hafa hægt og rólega hækkað sig upp listann á síðustu vikum.

Tónlist

„Ef ég er í kvíðakasti þarf ég að þrífa allt heima“

Patrekur Jaime Plaza skaust upp á íslenska stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum síðan sem raunveruleikastjarna í þáttunum Æði. Það er nóg að gera hjá Patreki þessa dagana þar sem hann er í óða önn við að taka upp fjórðu seríu af Æði ásamt því að njóta þess að vera til. Patrekur Jaime er er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa

Meðferðir Even Labs bættu lífsgæðin

Even Labs í Faxafeni 14. býður upp á fjölbreyttar meðferðir sem bæta lífsgæði og líðan. Rauðljósameðferð, Sweat Spa, kuldameðferð, hljóðbylgjunudd og þrýstinudd. Meðferðirnar vinna á bólgum og verkjum og hafa meðal annars gagnast þeim sem glíma við gigt.

Lífið samstarf

„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“

Svavar Pét­ur Ey­steins­son, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 

Lífið

Þúsundir skráðu sig í Leitina að stjörnunni

Yfir þrjú þúsund manns hafa skráð sig í „Leitina að stjörnunni“. Talsverð leynd hefur hvílt yfir verkefninu en skráningarfrestur rann út á miðnætti. Þeir Valþór Örn Sverrisson og Alexander Aron Valtýsson eru mennirnir á bak við leitina og segja að undirtektirnar hafa farið fram úr björtustu vonum, áhuginn sé greinilega mikill á að tefla fram stjörnum á öllum aldri og fyrirspurnum hafi rignt inn á netfang leitarinnar. Þeir hafa hins vegar ekkert gefið upp um verkefnið en svipta nú hulunni af því hvað Leitin að stjörnunni snýst raunverulega um.

Lífið samstarf

Katy Perry kemur til Ís­lands í sumar

Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi.

Lífið

„Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“

Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 

Lífið

Vilja trenda sjálfsvinnu og hugleiðslu

Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir hafa verið áberandi innan vellíðunargeirans en þær hafa hannað netnámskeið fyrir konur og karla á öllum aldri sem veitir fólki innblástur til þess að setja sig í fyrsta sæti og huga að andlegri og líkamlegri vellíðan. Hugmynd þeirra er að gera sjálfsvinnu að sjálfsögðum hluta af lífinu.

Lífið

Pallborðið: Dramatíkin í Söngva­keppninni

Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 

Lífið

Instagram bannar Kanye

Meta hefur tekið þá ákvörðun að banna Kanye West af Instagram í sólarhring vegna áreitis á miðlinum. Rapparinn hefur verið að áreita Pete Davidson sem er kærasti fyrrverandi eiginkonu hans Kim og einnig þáttastjórnandann Trevor Noah.

Lífið

Karolina Biewleska valin Miss World 2022

Ungfrú Pólland, Karolina Biewleska, var krýnd Miss World 2022 í gær. Keppnin fór fram í Púertó Ríkó. Áður hafði þurft að fresta keppninni vegna Covid-19 útbreiðslu á meðal keppenda en efstu 40 sneru aftur til Puerto Rico fyrir lokakvöld keppninnar. 

Lífið

Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli

Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. 

Tónlist