Menning

Landsliðið heiðrar Paul Motian í Norræna húsinu

Landslið íslenskra jazzleikara leikur í minningu trommarans Paul Motian, sem féll frá 22. nóvember, í Norræna húsinu á fimmtudag. Bandaríski trommarinn Scott McLemore, sem er búsettur á Íslandi, hefur skipulagt tónleika þar sem tónsmíðum Motian's verður gert skil.

Menning

Bergmál fortíðar

Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Annars vegar Bergmál, samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Viðfangsefni sýningarinnar er tíminn og endurbirting hins liðna. Titillinn vísar ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann, heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA-gráðu í ljósmyndun árið 2004.

Menning

Salon Islandus bregður á leik

„Við höfum staðið fyrir nýárstónleikum síðan árið 2004, leikum Vínartónlist, valsa og polka, sprellum og höfum það gaman. Í ár verður Þóra Einarsdóttir söngkona með okkur og tekur nokkur lög,“ segir Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og meðlimur í kammerhópnum Salon Islandus sem heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld klukkan átta.

Menning

Lögðu grunn að kvótakerfinu

Haukur Halldórsson gerði Útvegsspilið ásamt Tómasi Tómassyni og Jóni Jónssyni. Spilið var vinsælasta jólagjöfin árið 1977 og markaði straumhvörf á íslenskum spilamarkaði. Höfundarnir kynntu þáverandi sjávarútvegsráðherra fyrir nýstárlegum hugmyndum um kvó

Menning

Umbrot í máli og myndum

Ljósmyndabókin Ísland á umbrotatímum eftir Björn Erlingsson kom út á dögunum. Þar lýsir höfundurinn í máli og myndum þeim hræringum sem orðið hafa í íslensku samfélagi á liðnum misserum.

Menning

Tímaritin streyma út

Ný tölublöð fimm tímarita helguðum menningu og fræðum hafa komið út á undanförnum dögum: Tímarit Máls og menningar, Spássían, Stína, Skírnir og Saga.

Menning

Konur Steinunnar sækja alltaf í gröfina

Tvær bækur eftir Guðna Elísson prófessor komu nýverið út á vegum Háskólaútgáfunnar. Aðra þeirra, greinasafnið Hef ég verið hér áður, vann Guðni með eiginkonu sinni, Öldu Björk Valdimarsdóttur. Hún fjallar um höfundarverk Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar. Hin bókin er samansafn greina sem taka á samtímanum út frá ólíklegustu hliðum.

Menning

Steypa á DVD

Steypa, heimildarmynd um íslenska samtímalist eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson, er komin út á mynddisk.

Menning

Endurminningin merlar æ

Hannes Pétursson skáld er áttræður í dag. Hann sendi jafnframt frá sér á dögunum bókina Jarðlag í tímanum, þar sem hann dregur upp minningarmyndir úr barnæsku sinni norður í Skagafirði. Bergsteinn Sigurðsson hitti skáldið að máli. Þetta eru svo sem engin sérstök tímamót í mínum huga,“ segir Hannes Pétursson skáld, sem er áttræður í dag. "Mér finnst ég betri til heilsunnar en ég var fyrir tíu til fimmtán árum, hausinn er í þokkalegu lagi þótt mér misheyrist stundum og missjáist eins og gengur og gerist með gamla karla. Að öðru leyti plagar mig ekkert og þetta er eins og hver annar dagur.“

Menning

Gleymdi aldrei sögunni

Listamaður og blaðamaður rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi í Samhengi hlutanna, nýrri skáldsögu eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Höfundurinn rekur tilurð sögunnar aftur til ársins 2006, áður en íslenska útrásin varð að efnahagshruni.

Menning

Norskur kór í Langholtskirkju

Norski kórinn Bærum Bachkor heldur tónleika í Langholtskirkju á föstudaginn klukkan 20. Ásamt kórnum kemur hljóðfærahópurinn "Norwegian Cornett & Sackbuts“ sem leika á blásturshljóðfæri frá endurreisnartímanum, meðal annars zink og básúnur. Á efnisskránni eru verk eftir Michael Prätorius, Heinrich Schütz, Giovanni Gabrieli og fleiri.

Menning

Jarðskjálfti í Nemendaleikhúsinu

Jarðskjálfti eftir London, sem Nemendaleikhúsið sýnir í Smiðjunni, er spánnýtt verk eftir breska leikskáldið Mike Bartlett. Það var frumsýnt í National Theater í London í fyrra við góðar undirtektir. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og framförum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísindamaður, boðar heimsendi. Tónlist, dansi og myndbandsverkum er fléttað saman í sýningunni.

Menning

Hvernig vilt þú fara ofan í jörðina?

Nám í Mótun er tveggja ára tilraunastofa í samstarfi Myndlistaskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Unnið er með leir og önnur efni, tengd honum. Námið er leið til BA-gráðu við evrópska samstarfsskóla.

Menning

Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg

„Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi.

Menning

Bít-skáld liðkaði fyrir Ameríkuútgáfu

„Hún verður gefin út hjá forlagi sem nefnist New American Press og er ekki langt frá Chicago. Þetta er tíu til fimmtán ára gamalt forlag sem gefur út bókmenntir og tímarit. Þeir ætla að gera vel úr þessu og það kemur jafnvel til greina að ég fari út, lesi upp og áriti,“ segir rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson. Smásagnasafn hans, Meistaraverkið, verður gefið út í Bandaríkjunum á næsta ári.

Menning

Einvalalið listamanna á styrktartónleikum

Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar, Jólaljós, verða í Guðríðarkirkju á sunnudaginn. Allur ágóði rennur til þriggja eftirlifandi barna Hönnu Lilju Valsdóttur sem lést af barnsförum í sumar.

Menning

Söngveisla í Iðnó

Íslenski sönglistahópurinn kemur fram í Iðnó á degi íslenskrar tungu, næstkomandi miðvikudag. Dagskrá hópsins er tileinkuð ljóðskáldunum Jónasi Hallgrímssyni og Tómasi Guðmundssyni. Á efnisskránni verða lög eins og Dagný, Tondeleió, Enn syngur vornóttin, Fagra veröld, Smávinir fagrir, Sáuð þið hana systur mína, Ég leitaði blárra blóma og fleira í þessum dúr.

Menning

Ég held að það blundi illska í öllum

Glæsir eftir Ármann Jakobsson er ein umtalaðasta skáldsaga haustsins og hefur höfundinum verið hrósað í hástert fyrir frumleg efnistök og frásagnaraðferð. Sjálfur gefur hann lítið fyrir hugmyndina um frumleika en telur aftur á móti að það sem er satt um tíundu öld sé líka satt um okkar tíma.

Menning

Grét yfir bókarskrifunum

Steinunn Sigurðardóttir hélt að hún gæti aldrei skrifað bók um kynferðisbrot. Svo kom söguefnið í bókinni Jójó til hennar og þá varð ekki aftur snúið.

Menning

Ameríka sýnir Óttari áhuga

„Þetta er lítið framleiðslufyrirtæki sem frétti af bókinni í gegnum sameiginlega vinkonu, Rut Hermannsdóttur sjónvarpsframleiðanda. En það er ekkert fast í hendi,“ segir Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur.

Menning

Sveinn Dúa fagnar sönglagaplötu

„Tónleikarnir verða góðir, platan verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sigríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkomuna og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinnar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukkan 20.

Menning

Eftir lokin frumsýnt í Tjarnarbíói

Á morgun verður leikritið Eftir lokin eftir Dennis Kelly frumsýnt í Tjarnarbíói. Eftir lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás. Samskipti þeirra einkennast af togstreitu og spennu og ástandið er eldfimt.

Menning

Einar Áskell er strákurinn minn

Heilmikil tíðindi eru fólgin í útgáfu nýjustu bókarinnar um Einar Áskel, litla strákinn sem stór hluti Íslendinga hefur tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, en í henni er minnst á móður drengsins í fyrsta sinn. Kjartan Guðmundsson spjallaði við Sigrúnu Árnadóttur þýðanda sem hefur þýtt bækurnar um Einar Áskel frá árinu 1980.

Menning

Ég man þig slær í gegn í Þýskalandi

Spennusagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur er nú í fimmtu viku á þýska kiljulistanum en bókin hefur setið þar frá því að hún kom út í lok september. Bókin situr í 23. sæti listans og hefur aldrei farið hærra. Listinn mun birtast í vikuritinu Spiegel næstkomandi mánudag. Hrollvekja Yrsu virðist því leggjast jafn vel í Þjóðverja og Íslendinga, en bókin hefur verið samfleytt á metsölulista Eymundssonar frá því að hún kom út fyrir tæpu ári.

Menning