Menning

Sjötugur Böðvar skrifar nýja bók

Blásið verður til mikillar veislu í íslensku óperunni 11. janúar þegar rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson verður sjötugur. Fjöldi landsþekktra leikara mun lesa upp úr verkum Böðvars og skáldið sjálft heiðrar samkomuna með nærveru sinni en hann hefur verið búsettur í Danmörku undanfarinn aldarfjórðung.

Menning

Draumasmiðju veittur styrkur

Menning Draumasmiðjan hefur fengið styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að halda alþjóðlega döff leiklistarhátíðina DRAUMAR 2009.

Menning

Pönkast á breskri leikhúshefð

Það er frumsýning hjá Gísla Erni Garðarssyni í kvöld í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Bretlandi. Hann leikur í pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni.

Menning

Dýrasta bók landsins uppseld

Þau hundrað eintök sem komu af Flóru Íslands eftir Eggert Pétursson fyrir jól eru seld. Alls voru prentuð fimm hundruð eintök og afgangurinn kemur um miðjan janúar frá Kína.

Menning

Merzedes Club var pönk

Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta.

Menning

Leikstýrir ekki aftur í Mexíkó

Guillermo del Toro segir það ólíklegt að hann kvikmyndi á nýjan leik í heimalandi sínu Mexíkó. Ástæðan er öryggisleysi eftir að föður hans var rænt þar í landi fyrir tíu árum. Honum var á endanum sleppt en fjölskylda leikstjórans segir að henni hafi borist dauðahótanir eftir atvikið. Del Toro, sem er þekktastur fyrir Hellboy-myndirnar og Pan"s Labyrinth, finnur fyrir óöryggi sem leikstjóri í landinu vegna þess að hans daglega rútína fer fram fyrir opnum tjöldum.

Menning

Grín fyrir vitsmunaverur

Aukablaðið hefur komið út á netinu síðan 2001 og vakið athygli fyrir gagnrýnar og skemmtilegar teikningar. Höfundurinn Sverrir Björnsson segir Aukablaðið ágætis samtímaspegil.

Menning

Rústað á svið

Í vikunni hófust æfingar á verki Söru Kane, Rústað (Blasted) sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins 30. janúar. Sýning verksins markaði tímamót þegar það var frumsýnt 1995 í Royal Court-leikhúsinu í London.

Menning

Norðlægar borgir

Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004.

Menning

Þjóðleikhúsið hafði sigur í nágrannaslag

„Ég hef ekkert um þetta að segja,“ segir Halldór Gylfason. „Það er bara „no comment“,“ bætir hann við og skellir á blaðamann augljóslega í fúlu skapi eftir að hafa tapað fyrir Þjóðleikhúsinu í árlegum knattspyrnuleik leikhúsanna á mánudaginn síðasta.

Menning

Enn má skrá sig í ljóðaslamm

Ljóðaslamm Borgarbókasafns Reykjavíkur fer fram í annað sinn á safnanótt í febrúar en frestur til að skrá sig rennur út 15. desember. Þemað að þessu sinni er hrollur.

Menning

Feneyjastjórar ráðnir

Sýningastjórar hafa verið ráðnir í hinn íslenska skála Feneyjatvíæringsins sem opnaður verður í sumarbyrjun 2009: Þau Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson en Ragnar Kjartansson verður fulltrúi Íslands á sýningunni.

Menning

Á toppnum í Danmörku

Nú er sölutíð hjá dönskum bóksölum. Sölutölur fyrir nóvember eru athyglisverðar ekki síst vegna upplags á söluhæstu verkunum: Minningar leikkonunnar Susse Wolds, „Fremkaldt“ eða Framkall er í þriðja sæti og hefur selst í 7.495 eintökum fyrir 2,2 milljónir danskar og eru það mestu tekjur á titil þann mánuðinn. Bæði nýr reyfari Lizu Marklunds „En plads i solen“ og ný spennusaga Hanne-Vibeke Holsts eru söluhærri í eintökum talið: Marklund hefur selt 8.153 eintök en saga Hönnu „Dronninge­ofret“ – Drottningarfórn er farin í 7.715 eintökum, bæði í kilju og harðspjaldi. Skammt undan er ný saga Camillu Läckberg „Mord og mandelduft“ svo konur eru fyrirferðarmiklar í metsölu í Danmörku. - pbb

Menning

Þýskir útgefendur slógust um Skapara Guðrúnar Evu

„Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudaginn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð.

Menning

Fílharmónía í Langholti

Aðventutónleikar Söng­sveitarinnar Fílharmóníu verða í kvöld og föstudagskvöld 12. desember í Langholtskirkju, kl. 20. Kórinn mun að venju flytja fjölbreytta og vandaða dagskrá þar sem finna má skemmtileg og hátíðleg jólalög frá ýmsum löndum í bland við klassískar perlur sem koma fólki í hátíðarskap.

Menning

Hálfviti leikur Skugga-Svein

Baldur Ragnarsson, meðlimur Ljótu hálfvitanna, leikur í kvöld í síðustu sýningu Skugga-Sveins sem Leikfélag Kópavogs hefur sýnt við góðar undirtektir í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Menning

Förðunarbók vinsælust í Eyjum

„Þegar fólk uppgötvaði þetta fór bókin að seljast rosalega vel," segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Vestmanneyjum, um bókina Förðun - þín stund. Þrátt fyrir vinsældir um allt land hefur bókin hlutfallslega selst best í Vestmanneyjum og má eflaust rekja þær vinsældir til Eyjameyjarinnar Önnu Esterar Óttarsdóttur sem prýðir forsíðuna.

Menning

Bera saman bækur sínar

Langstærsta bókaútgáfa landsins er Forlagið og þar eru menn nú að koma sér í stellingar fyrir jólabókaflóðið, sem er þegar hafið, með sérlegu bókakaffi og jólaboði.

Menning

Myndir á staurum

Ung listakona frá Noregi sem hér er sest að og sinnti störfum kynningarstjóra Norræna hússins, Ellen Marie Fogstad, efnir til óvenjulegrar ljósmyndasýningar á morgun í Austurstræti. Milli kl. 13 og 19 hengir hún myndir sínar á ljósastaura í Austurstræti.

Menning

Aðventutónar á Akureyri

Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18.

Menning

Jólaóratorían á morgun

Á morgun verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvurum, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratoríunni.

Menning

Jólabasar listaspíra

Á morgun kl. 12 verður opnaður Jólabasar Kling og Bang í húsnæði hópsins að Hverfisgötu 42. Verður þar opið til kl. 20. Þar mun fjölbreyttur hópur hönnuða selja verk sín, skemmtileg blanda af vöruhönnuðum, fatahönnuðum og grafískum hönnuðum.

Menning

Jólatrommur inni í verslun

Opinn trommuhringur verður haldinn í verslun Hljóðfærahússins að Síðumúla á laugardag klukkan 14. „Núna þegar skammdegið er að taka öll völd og jólastreitan er í þann veginn að ná tökum á okkur er tilvalið að setjast saman og tromma frá okkur áhyggjur og angur,“ segir í tilkynningu.

Menning

Las upp úr nýju ævintýri

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, las fyrir skömmu upp úr nýrri bók sinni, The Tales of Beedle the Bard, fyrir tvö hundruð skólabörn á þjóðarbókasafninu í Skotlandi.

Menning

Skapari í innsetningu

Í tengslum við sýningu Mathilde ter Heijne í Gallery 101 Projects (gömlu smiðjunni bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu) hefur sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir ráðist í að skipuleggja uppákomur næstu vikur fyrir hátíðir.

Menning

Fimm skáld í Land Cruiser Þorgríms

„Nei, nei, það var engin spenna okkar á milli. Þetta er nú allt fólk sem þekkist vel og veit sem er að við stjórnum litlu hvað þessar tilnefningar varðar,“ segir Einar Kárason rithöfundur.

Menning

Axlarbrot tafði frumsýningu

„Já, við erum hérna nokkrir ógæfumenn á Grand Rokki að setja upp jólasýningu,“ segir Böggi, eða Björgúlfur Egilsson, tónlistarmaður með meiru.

Menning

Brettadramað um Óþelló

Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour.

Menning

Lesið hátt á kaffihúsum

Nú er títt og hátt lesið úr nýútkomnum bókum á kaffihúsum: í kvöld verður upplestrarkvöld kl. 20 á Café Loka á Lokastíg. Vilborg Dagbjartsdóttir les upp úr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyðingastúlku á tímum síðari heimstyrjaldarinnar.

Menning