Menning

Klassík á Rósenberg

Bækur eru greiðasti aðgangur almennings að vísdómi og skemmtun. Á þessum örlagatímum hefur Forlagið ákveðið að hleypa af stokkunum nýjum bókaklúbbi sem færir Íslendingum heimsbókmenntir á ótrúlega hagstæðu verði, auk þess sem boðið verður upp á sígild íslensk rit.

Menning

Þjóðin þarf krútt og ljóð

„Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla,“ segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug,“ segir Gerður.

Menning

Danshöfundur á fleygiferð um Evrópu

„Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku,“ segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur.

Menning

Yfirlitssýning um Gylfa

Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners.

Menning

Ástardrykknum frestað

Íslenska óperan hefur frestað sviðsetningu á Ástardrykknum eftir Donisetti sem til stóð að frumsýna í febrúar.

Menning

Arnaldur Indriðason rýfur fimm milljóna múrinn

„Já, þetta er nokkuð gott. Og hlýtur að vera mikið gleðiefni hvernig gengið hefur með þessar bækur mínar um allan heim: Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og svo í 36 útgáfulöndum öðrum,“ segir Arnaldur Indriðason metsöluhöfundur.

Menning

Bókatíðindi væntanleg

Bókatíðindi ársins 2008 eru nú í prentun, á áætlun og líður því að því að þau verði borin út á öll heimili. Fyrirfram hafði verið búist við fækkun titla. Niðurstaðan er að um 40 færri titlar eru í Bókatíðindum í ár en árið 2007, eða 759 alls. Þetta eru því önnur stærstu Bókatíðindi til þessa. Árið 2006 var fjöldi titla 677. Árið 1998 voru þeir 418. Fækkunin er mest í flokknum Þýddar barnabækur, en þar virðist sem erlent samprent verði fyrir barðinu á erfiðleikum við eðlileg viðskipti við útlönd.

Menning

Hollendingar kaupa Hníf Abrahams

„Fyrsta spennusaga Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abrahams, hefur verið seld til Hollands. Er það hollenska spennusagnaforlagið Verbum Crime sem hefur tryggt sér útgáfuréttinn og er þýðingarvinna langt komin,“ segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögur forlagi.

Menning

Hansa í lögfræðidrama

„Já, já, ég mun styðjast við atriði úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég leiti ekki helst í smiðju systur minnar. Hún er meira svona í nútímanum,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona – sem betur er þekkt sem Hansa – og hlær.

Menning

Kristján syngur með Sinfó

Þó svo að Japansferð Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi verið aflýst eins og fram hefur komið er engan bilbug að finna á hljómsveitinni. Nú hefur verið sett saman metnaðarfull verkefnaskrá fyrir næstu vikur þar sem hljómsveitin verður á faraldsfæti um höfuðborgarsvæðið og víðar. Tveir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar syngja og leika með hljómsveitinni á þessum tónleikum og stjórnandi verður Petri Sakari.

Menning

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Allt frá árinu 1982 hafa Tónlistardagar Dómkirkjunnar verið fastur liður í menningarlífi Reykjavíkur á haustdögum. Það er Dómkórinn og stjórnandi hans, Marteinn H. Friðriksson dómorganisti, sem standa fyrir Tónlistardögunum.

Menning

Konur, kór og kontrabassi

Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tónleikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammerkórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld.

Menning

Dansaðu við mig

Leikhús andanna, nýstofnaður leikhópur, frumsýnir nýtt íslenskt verk í kvöld. Það er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, og kallar hún það Dansaðu við mig. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Dansaðu við mig er ekki dansverk, þótt það beri þetta heiti. Leikendur eru tveir, Höskuldur Sæmundsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Veggspjald sýningarinnar byggir á mótífi úr einu þekktasta endurreisnarmálverki sögunnar, Venus stígur úr hafi sem hefur sterkar tilvísanir í leikritið sjálft. Sýningin er algerlega sjálfstætt framtak og ekki styrkt af neinum svo um er að ræða hreina hugsjónastarfsemi ungra listamanna sem hafa nú þegar látið talsvert í sér heyra. Leikhópurinn hefur mátt bíða með frumsýninguna vegna bókana forsætisráðuneytis á sölum Iðnó fyrir blaðamannafundi og hefur átt erfitt með að klára æfingar á verkinu. Leikhús andanna ætlar að koma til móts við landann og bjóða sérstakt kreppuverð á 2., 3. og 4. sýningu verksins.

Menning

Selur ljósmyndir í Gleðibankanum

„Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman,“ segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn.

Menning

Minning Göggu

Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið.

Menning

Upplestraröð að hefjast

Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upplestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember.

Menning

Gáttaþefur og sálir tvær

Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson.

Menning

Fjórum dönsum betur

Sýning Íslenska dansflokksins á fimmtudagskvöld á fjórum nýjum dúettum – tvídönsum – er um flest markverður vitnisburður um stöðu dansins hér. Innan dansflokksins eru flinkir dansarar, konurnar sterkari en karlarnir, efni flokksins til að gera sýningar sæmilega úr garði felast fyrst og fremst í tíma til æfinga og vinnu.

Menning

Listahátíð leggur net fyrir vorið

Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 39. sinn á vori komanda og er nú hafinn undirbúningur fyrir hátíðina undir stjórn nýs listræns stjórnanda, Hrefnu Haraldsdóttur. Hefur hátíðin nú auglýst eftir umsóknum um tónleikahald í heimahúsum í Reykjavík í maí 2009.

Menning

Ókeypis sinfóníur í kvöld

Í kvöld og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands öllum sem áhuga hafa á tónleika í Háskólabíó. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19.30 en á morgun verða þeir kl. 17.

Menning

Gallery verður Projects

Tekið hefur til starfa sýningarrýmið 101 Projects. Eins og nafnið gefur til kynna er 101 Project á vegum 101 Gallery og byggir á grunni þess, enda rekið í sama húsnæði. Í sýningarrýminu 101 Projects verður áfram boðið upp á samtímamyndlist, með aukinni áherslu á sýningar framsækinna, alþjóðlegra myndlistarmanna. Listrænn stjórnandi 101 Projects er Birta Guðjónsdóttir.

Menning

Hart í bak aftur á svið

Annað kvöld frumsýnir Þjóð­leikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó.

Menning

Sigurður frumflytur á Háskólatónleikum í dag

Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð.

Menning

Woyzek sýndur í New York

Vesturport sýnir sviðsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzek í New York í vikunni. Nær fimmtíu manna flokkur hélt til New York á sunnudag og eru þrjár sýningar á verkinu á vegum BAM-hátíðarinnar.

Menning

Jákvæð skilaboð á erfiðum tíma

Fjöldi fólks mætti á Hótel Borg síðastliðið fimmtudagskvöld til að hlusta á uppbyggilegan boðskap sem er byggður á nýútkominni bók Maxine Gaudio, Ferðalagið að kjarna sjálfsins. Salka forlag gefur bókina út í íslenskri þýðingu Malínar Brand og að sögn Hildar Hermóðsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Sölku, var stemningin góð.

Menning

Fólkinu í blokkinni fagnað

Söngleikurinn Fólkið í blokkinni var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Gestir kunnu vel að meta verkið og var aðstandenum vel fagnað að sýningu lokinni.

Menning

Fólkið í blokkinni

Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni.

Menning

Tenór á túr

Leikverk Guðmundar Ólafssonar, Tenórinn, var frumsýnd á Berjadögum norður í Ólafsfirði í ágúst 2003 og þá um haustið í Iðnó þar sem sýningin var á fjölunum í tvö ár. Hún var tekin upp haustið 2006 og leikin í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit fyrir troðfullu húsi.

Menning

Aðeins ein íslensk mynd slegin hjá Bruun

„Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali.

Menning