Menning

Í nafni málarans Matisse

Myndlistartvíæringa er ekki eingöngu að finna í Feneyjum. Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir myndlistarmaður, sem leggur stund á meistaranám við listaháskólann Villa Arson í Frakklandi, tekur nú þátt í tvíæringnum Nouvelle Biennale í Nice í Frakklandi.

Menning

Innréttingarnar lifna við

Formleg opnun á starfsemi í nýendurbyggðu Húsi Innréttinganna og viðbyggingu í Aðalstræti 10 verður kl. 17 í dag en í gamla húsinu á neðri hæðinni verður Reykjavíkurborg með sýningu í Fógetastofum.

Menning

Konungskomu 1907 minnst

Í sumar verða hundrað ár liðin frá því að Friðrik áttundi konungur sótti Íslendinga heim en af því tilefni verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni í dag.

Menning

Einstakir hljóðskúlptúrar og nýr hljóðheimur

Það er engin leið að lýsa því sem tónleikagestir eiga von á í Hallgrímskirkju í kvöld. Þar sameinast kraftar tveggja af voldugustu hljóðfærum landsins, Klais-orgelsins og slagverkssafns Gunnars Kristinssonar, að viðbættum raddböndum Egils Ólafssonar og annarlegum gítartónum.

Menning

Af reynsluheimi rauðhærðra

Myndlistarkonan Nína Gautadóttir gerir rauðhærðum konum skil á forvitnilegri sýningu sem var nýverið opnuð í vesturbæ Reykjavíkur. Myndum af tæplega þrjú þúsund rauðhærðum konum er varpað á vegg á Ásvallagötunni.

Menning

Ertu með Gertrude í eyrunum?

Fara ætti varlega að fólki sem stendur eða situr í andakt með heyrnartól í hlustum sínum, viðkomandi gæti ekki aðeins verið að hlýða á nýjasta poppfroðuvellinginn heldur gæti meira en verið að það sem ómar úr tólunum sé rödd Gertrude Stein, William Carlos Williams eða Norman Mailer. Nú er nefnilega ekkert mál að sækja ljóðaflutning þeirra ókeypis á netinu.

Menning

Hrátóna verk

Nú stendur yfir sýning á tréristum eftir Elías B. Halldórsson í Kaffistofu Hafnarborgar. Tréristurnar eru úr myndröðinni Hrátónar frá 1990 og eru úr safni Hafnarborgar.

Menning

Listasetur Steinunnar opnað um hvítasunnu

Athafnakonan Steinunn Jónsdóttir hyggst bjóða nánustu fjölskyldu og vinum til Skagafjarðar á einkaopnun listasetursins á Hofsósi um hvítasunnuhelgina en starfsemi þess kemst bráðum á fullt skrið.

Menning

Laugardagsstefna um CoBrA

Málþing í tengslum við CoBrA-sýningu Listasafns Íslands verður haldið í safninu á morgun. Fróðleiksfúsum listunnendum gefst þar kostur á að hlýða á erindi og ræða áhrif CoBrA-hreyfingarinnar á Íslandi. Sýningin er liður Listahátíðar í Reykjavík og var opnuð í síðustu viku.

Menning

Bobby Breiðholt opnar sýningu

„Þetta er fyrsta einkasýningin mín,“ segir myndlistarmaðurinn Björn Þór Björnsson, sem kallar sig Bobby Breiðholt. „Hún heitir allskyns/all sorts og er í Nakta apanum,“ segir Bobby um sýninguna.

Menning

Nýjar bækur

Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill.

Menning

Sköpun í sinni tærustu mynd

Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum.

Menning

Endurmat gæðanna

Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu.

Menning

Herbergi fullt af þoku

Breski myndhöggvarinn Antony Gormley heldur nú sýningu á verkum sínum í Hayward safninu í London. Hann er einn af þekktustu bresku myndhöggvurum og sá þekktasti sem er á lífi. Á sýningunni má meðal annars finna risastórt glerhergi sem er fyllt með þoku.

Menning

Efnt til Pétursþings

Málþing helgað verkum Péturs Gunnarssonar rithöfundar verður haldið í Odda á morgun. Pétur Gunnarsson hefur skrifað tíu skáldsögur auk fjölda ritgerða og smáprósa. Hann hefur aukinheldur fengist við þýðingar og ljóðagerð.

Menning

Nýtt myndlistarrit

Nú er unnið að því að setja á stofn nýtt rit um íslenska myndlist. Myndlistarritið Sjónauki verður blanda af blaði og bók en viðfangsefnið er allt mögulegt sem tengist myndlist. Aðstandendur Sjónauka, myndlistarmennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal, fengu á dögunum útgáfustyrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. „Það er mikil vöntun á sérhæfðu riti um myndlist á Íslandi.

Menning

Bjartsýn á franskt/íslenskt framhald

Það var tilkomumikil sjón þegar götuleikhúsið Royal de Luxe sprengdi höfuð risans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mannskapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Íslandi.

Menning

Traustur maður á réttum stað

CoBrA-sýningin stóra sem var opnun Listahátíðarinnar í Reykjavík í gær verður ekki ekki til af sjálfu sér. Forráðamenn Listasafns Íslands drógu enga dul á að þegar farið var í alvöru að ræða hugmyndina, sem kom upp í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, hafi enginn annar komið til greina til að setja sýninguna saman en Norðmaður á eftirlaunum: Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri á Onstadt-safninu í Osló.

Menning

Tengsl hests og manns

Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „STÓГ í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag.

Menning

Óvenjuleg listapör

Óvenjuleg myndlistarsýning á vegum hátíðarinnar List án landamæra verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Þetta er sannkölluð parasýning þar sem fimmtán ólíkir listamenn sameina krafta sína en meðal þátttakenda eru meðal annars pörin Gauti Ásgeirsson og Finnbogi Pétursson, Halldór Dungal og Hulda Hákon og Guðrún Bergsdóttir og stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum.

Menning

Andspyrnan og saga hennar

Evrópusambandið hefur nú komið á fót safni á netinu þar sem finna má viðtöl á myndböndum við félaga úr andspyrnuhreyfingum í Evrópu. Vefritið Deutsche Welle greindi frá þessu á dögunum.

Menning

Dansað í Óperunni

Dans-leikhúsið Pars pro toto er vaknað enn á ný eins og það gerir reglulega: tilefnið er boð um að sýna tvö verk á hátíð í Stuttgart í Þýskalandi hinn 18. og 19. maí næstkomandi. Þar hefur flokknum verið boðið að sýna verkin Von og G.Duo á Íslandshátíð þar í bæ.

Menning

Mannamyndir sýndar í Höfn

Verk eftir sex íslenska listamenn voru valin á stórsýningu á portrettlistaverkum sem nú er uppi í Friðriksborgarhöll í Kaupmannahöfn. Það eru þau Dodda Maggý Kristjánsdóttir, Helgi Gíslason, Kristveig Halldórsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sesselja Tómasdóttir og Sigrún Eldjárn sem nutu þess heiðurs að fá inni á sýningunni, sem var opnuð á fimmtudag.

Menning

Hipp og hopp

Hinn heimsfrægi hiphop-dansflokkur Pokemon Crew heldur tvær sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld og annað kvöld.

Menning

Birta, bækur og búseta

Í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Bókasafns Garðabæjar efnir menningar- og safnanefnd bæjarins til upplestrardagskrárinnar „Bókin og birtan“ þar á bæ. Í kvöld heimsækja Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi, og Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi, safnið.

Menning

Steingarðar byggðir í Eyjafirði

Landsfjórðungar takast á í fjölbreyttu framboði listaverka þessa dagana: í Stykkishólmi opnaði Roni Horn Vatnasafn sitt í gær og norður á Akureyri var ekki smærra verk erlends listamanns opinberað. Á morgun verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rogers, Lífstakturinn.

Menning

Hlýtt á tal tveggja

Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson ræðir við kollega sinn frá Frakklandi, Edouard Glissant, í sérstakri dagskrá í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? á morgun.

Menning

Uppsprengt verð á Kjarval

„Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali.

Menning