Menning

Láta taka af sér bæði brjóstin

Árlega láta þrjátíu til fjörutíu danskar konur fjarlægja af sér bæði brjóstin með skurðaðgerð til að fyrirbyggja að þær fái brjóstakrabbamein, samkvæmt grein í danska blaðinu Politiken. Þetta er gert eingöngu í þeim tilfellum þar sem erfðir auka líkurnar á krabbameini. Flestar konurnar velja að láta græða á sig gervibrjóst í staðinn.

Menning

Hvíldu þig, hvíld er góð

Of lítill svefn eykur líkur á offitu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Kolumbía háskólanum í Bandaríkjunum. Skoðuð voru tengsl holdarfars og svefnvenja hjá 18 þúsund einstaklingum og í ljós kom að þeir sem sváfu 4 tíma eða minna að meðaltali voru meira en 70% líklegri til að þjást af offitu en þeir sem meira sváfu.

Menning

Kristján, pólitíkin og DV

Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi blaðamaður á DV, skrifar forvitnilega grein í nýjasta hefti Tímarits Máls & menningar. Þar fjallar Páll um síðustu daga DV undir fyrri eigendum, en ritstjóri var þá Óli Björn Kárason...

Menning

Tekjuskattur lækkar um 4%

Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar.

Menning

Skemmtilegast á uppboðum

Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveimur árum. </font />

Menning

Mezzoforte og kór Langholtskirkju

Nýtt íslenskt kórverk, með djassbræðingi, verður flutt á tónleikum í Langholtskirkju á morgun. Hljómsveitin Mezzoforte og Kór Langholtskirkju verða þar leidd saman. 

Menning

Outkast með flestar tilnefningar

Evrópsku tónlistarverðlaunin verða haldin í Rómarborg í kvöld. Aðalkynnir kvöldsins verður leikkonan sykursæta, Sarah Michelle Gellar, en aðrir sem koma fram eru meðal annars Eminem, Beastie Boys og söngkonan Kylie Minogue. Rappdúettinn Outcast er tilnefndur til flestra verðlauna, eða fimm talsins, meðal annars fyrir besta lagið og sem besta hljómsveit ársins.

Menning

Lennon veltir Presley

John Lennon hefur velt Elvis Presley af stalli sem rokk og ról kóngur allra tíma samkvæmt nýrri könnun breska tónlistartímaritsins Q. Paul McCartney, félagi Lennons úr Bítlunum, lenti í tólfta sæti.

Menning

Helgarferðin breyttist í martröð

Helgarferð fertugar konu á ráðstefnu til Reykjavíkur endaði með martröð. Vaknaði á götuhorni klukkustundum síðar eftir að hafa verið svæfð síðan nauðgað á meðan upptökuvélar gengu.

Menning

21 hugmynd að stefnumótum

Tilhugalífið fer að mestu fram á djamminu en væri ekki gaman ef á því væri breyting? Bíóferðin hefur einhvern veginn lifað en það er svo margt annað í boði.

Menning

Skrímslaborgarinn verstur

Næringarfræðingar hafa valið skrímslisborgarann, sem fyrirtækið Hardee hefur sett á markað, sem versta hamborgara í heimi. Borgarinn inniheldur hátt í 1500 hitaeiningar og kostar aðeins um 350 krónur. Borgarinn samanstendur af tveim stórum nautahakkssneiðum, fjórum beikonstrimlum, þrem ostsneiðum og slatta af maíonesi.

Menning

Sverrir Kári í löggubúningi

Margar konur laðast að einkennisbúningum, aðrar að jakkafatatýpunum á meðan enn aðrar velja íþróttagæjana. DV Magasín klæddi Sverrir Kára Karlsson, Herra Ísland 2002, upp í nokkrar útgáfur af klæðnaði og lét nokkrar valinkunnar konur velja hvaða klæðnaður fer honum best. Hvar er hann mest sexý?

Menning

Connery vill McGregor sem Bond

Skoski sjarmörinn Sean Connery vill að landi sinn Ewan McGregor verði næsti James Bond. Connery segir McGregor tilvalinn í hlutverkið og mælir með því að hann taki það að sér, verði honum boðið það.

Menning

Sverðfiskur og karríkássur

Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur.

Menning

Clinton bókasafnið opnað

Bókasafn Bill Clintons verður opnað með pompi og prakt í heimabæ forsetans fyrrverandi, Little Rock í Arkansas, í dag. Bókasafnið, sem kostaði heila 10 milljarða íslenskra króna, er framúrstefnulegt í hönnun og þar mun meðal annars verða nákvæm eftirlíking af skrifstofu forsetans í Hvíta Húsinu.

Menning

Fegurðardrottning fær jólabarn

Íris Björk Árnadóttir og kærastinn hennar Kristján Jón Jónatansson létu plata sig á blint-stefnumót á sínum tíma og sjá ekki eftir neinu í dag. Þau eiga vona á sínu öðru barni í lok desember en fyrir eiga þau dótturina Katrínu Emblu sem varð eins árs í október.

Menning

Pils sem passa á alla

Sigrún & Selma hanna flott pils á allar konur sama hvernig þær eru í laginu. Pilsin eru fjölbreytt, alveg frá því að vera einlit hversdags-pils upp í skreytt pils sem hægt er að nota spari.

Menning

Breiðhyltingar fá sinn fisk

Elmar Þór Diego er eigandi fiskbúðarinnar Vegamóta sem hefur verið opnuð í Breiðholti. Þorkell Diego, faðir hans, hjálpar honum við reksturinn. </font /></b />

Menning

Kynköld á pillunni

Halló Ragga Er pillan þekkt fyrir að valda kynkulda? Ég var á pillunni heillengi fyrir tvítugt en man eiginlega ekki hvernig mér leið þá. Svo kom nokkurra ára tímabil þar sem skírlífi og smokkar skiptust á...

Menning

Almenningur getur kosið

Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að taka þátt í kosningu Miss World með því að greiða einum keppanda atkvæði á netinu. Atkvæðin hafa vægi í úrslitum keppninnar og geta Íslendingar stutt Hugrúnu Harðardóttur með því að greiða henni atkvæði á vefsíðunum missworld.tv eða globalbeauties.com.

Menning

Ort til annarra hnatta

Sænsk skáld hafa sent ljóðalestur út í geiminn í þeirri von að ná til vera á öðrum hnöttum með list sinni. Daniel Sjolin ritstjóra ljóðatímaritsins Lyrikvannen stóð fyrir upplestrinum sem sendur var út til Vega, skærustu stjörnu Lyra stjörnuþokunnar, tuttugu og fimm ljósárum frá jörðu.

Menning

Kassi á fjórum hjólum

Sigurður Hreiðar Hreiðarsson höfundur bókarinnar Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 segir ekkert tæki hafa breytt íslensku þjóðfélagi jafnmikið og bíllinn. </font /></b />

Menning

Þurfti að tvíkúpla

Bíllinn minn er fjórhjóladrifinn Toyota Touring, en það er mikinn kostur að hafa fjórhjóladrif því þá kemst ég hvenær sem er á fjöll á skíði," segir Magdalena Margrét Kjartansdóttir myndlistarkona

Menning

Hrár og öflugur jeppi

Á vefsíðunni www.tomcat.is er hægt að sérpanta til landsins Tomcat jeppa sem er samsettur eftir óskum hvers og eins og getur nýst við hvaða aðstæður sem er. </font /></b />

Menning

18 fermetra safn opnað í Danmörku

Danir hafa opnað safn sem er aðeins átján fermetra herbergi. Þetta óvenjulega safn var herbergi hins heimsfræga rithöfundar H.C. Andersen árið 1827. Andersen var mikill leikhúsunnandi og valdi því að búa svo nálægt Konunglega leikhúsinu í miðbæ Kaupmannahafnar.

Menning