Menning

Heillaður af uppruna og eðli mannsins

John-Rhys Davies er nýfarinn frá Íslandi, en hér dvaldi hann við tökur á kvikmyndinni Shadowtown. Blaðamaður mælti sér mót við hann í Bíó Paradís þar sem framtíðarverkefni og mikilvæg gildi í lífinu voru rædd.

Menning

Stofna sjóð til minningar um fjölhæfan listamann

Tónleikar til fjáröflunar fyrir sjóð sem stofnaður er til minningar um tónlistarmanninn Heimi Klemenzson verða haldnir í Reykholtskirkju annað kvöld, föstudag. Sjóðnum er ætlað að styðja fjárhagslega við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki í Borgarfirði.

Menning

 Leðurblökumaðurinn bjargar íslenskunni

Á morgun, á degi íslenskrar tungu, mun verslunin Nexus kynna nýja útgáfu á myndasögum á íslensku þegar sjálfur Batman mætir fullfær á íslensku. Markmiðið er að hvetja krakka til lestrar.

Menning

Heimildirnar eru bensínið

Hallgrímur Helgason las á þriðja tug bóka við vinnslu skáldsögu sinnar Sextíu kíló af sólskini. Segir Íslendinga vera einstaklega seinþreytta til framfara.

Menning

Fyrsti íslenski vestrinn kominn

Það hlaut að koma að því að fyrsti íslenski vestrinn liti dagsins ljós. Um er að ræða skáldsöguna Hefnd eftir lögfræðinginn Kára Valtýsson sem fjallar um Íslending sem verður byssubrandur vestra.

Menning

Hætta lífinu fyrir tónlistina

Dauðarefsing er við tónlist og boðskap hljómsveitarinnar Al-Namrood í heimalandinu Sádi-Arabíu. Sveitin hefur samt sem áður gefið út plötur í áratug.

Menning

Það er ekki til saklaus skáldskapur

"Ég er alltaf að leita að einhverju sem setur allt úr skorðum og umturnar heimsmyndinni,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir. Hún segir það hafa tekið langan tíma fyrir sig að þora að sleppa og verða bara rithöfundur.

Menning

Uppljómun um helvíti

Einar Thoroddsen læknir var nær áratug í ígripum að vinna að þýðingu sinni á Víti eftir Dante Alighieri. Það var bróðir hans Jón sem kallaði hann til verksins. Nú er vegleg og falleg bók komin út með teikningu Ragnars Kjartanssonar sem dregur þar upp sínar eigin myndir af helvíti. Jón er ritstjóri verksins og skrifar jafnframt inngang.

Menning

Finnum vonandi sameiginlegan hljóm

Einungis allir er alþjóðleg sýning sem verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar veltir fólk fyrir sér ættjarðarást, tungumálum, fólksflutningum, frelsi og uppflosnun. Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri.

Menning