Menning

Sjálfstæðir menn

„Eftilvill er hinn hvíti maður, einsog hann mótast og þjálfast undir áhrifum hins ríkjandi þjóðskipulags á Vesturlöndum, hin ömurlegasta manntegund sem sögur fara af á Jarðríki.“ – Þannig lýsti Halldór Laxness auðvaldssamfélaginu árið 1929 í grein um "vestheimska alheimsku“.

Menning

Reiðin kraumar í Næturdrottningu

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði.

Menning

Rýnir í íslensk örnefni

Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Odda í dag um Landnámabók og nafnfræði Þórhalls Vilmundarsonar íslenskuprófessors.

Menning

Þessi verkefni eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár

Alþýðuhúsið á Siglufirði, tónlistarhátíðin Eistnaflug á Neskaupsstað, List í ljósi á Seyðisfirði, Nes – Listamiðstöð á Skagaströnd, Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi og Vesturfarasetrið á Hofsósi eru tilnefndi til Eyrarrósarinnar í ár.

Menning

Viljum leggja okkar af mörkum

Styrktarsýning verður á leikverkinu Andaðu í Iðnó annað kvöld. Öll innkoma rennur til Landsbjargar, í minningu Birnu Brjánsdóttur, í tilefni söfnunar Fésbókarsíðunnar Góðu systur.

Menning

Letiframburður áberandi í borginni

Orðafátækt er varasöm, segir Bragi Valdimar Skúlason sem vonar að færeyska verði þjóðtungan deyi íslenskan út. Hann segir leitt að mismunandi framburður eftir landshlutum heyrist lítið lengur en á móti komi að letiframburðurinn sé orðinn áberandi í höfuðborginni.

Menning

Ég er líka sjálf dáldið hrædd við að stoppa

Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona og leikmyndahönnuður, opnaði sýninguna Panik í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Þar tekst Ilmur á við óttan sem rekur okkur áfram í lífinu á sinn einstaka og leikræna hátt í magnaðri innsetningu.

Menning

Les eina bók frá hverju landi

Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur ætlar að lesa bækur frá öllum 196 löndum heimsins næstu mánuðina. Hún er mikill lestrarhestur og er spennt að takast á við þetta verkefni.

Menning

Vil að fólk tali saman framan við verkin

Listafólkið Steingrímur Eyfjörð og Sigga Björg Sigurðardóttir eru með tilkomumiklar sýningar í Hafnarborg í Hafnarfirði, hvort á sinni hæð. Konur koma sterkt við sögu sem viðfangsefni.

Menning

Átök í íslenskri listasögu

Fyrirlestraröðin Átakalínur í íslenskri myndlist er haldin af Listfræðifélagi Íslands. Í dag mun listfræðingurinn Jón Proppé flytja erindi sitt Blátt strik: átökin um abstraktið.

Menning

Um skáld þorps og þjóðar

Málþing til heiðurs Jóni úr Vör er haldið í Bókasafni Kópavogs í dag því rúm 100 ár eru frá fæðingu hans. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson útgefandi er meðal þátttakenda.

Menning

Skyggnast inn í heim listamanna

Systurnar Ragga og Magga Weisshappel halda úti vefritinu Hús&Hillbilly. Í vefritinu eru meðal annars heimsóknir á vinnustofur íslenskra myndlistarmanna auk þess sem rætt er við listamenn.

Menning

Líf og fjör á frumsýningu Fjarskalands

Fjölmennt var á frumsýningu Fjarskalands eftir Guðjón Davíð Karlsson sem er fyrsta stóra verkið hans. Sýningin fjallar um ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins og er fjörug með fullt af tónlist og spennu. Leikstjóri sýningarinnar er Selma Björnsdóttir.

Menning