Skoðun

Ég vil ekki skipta við Rapyd

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi.

Skoðun

Engin sam­keppni, að­eins sam­staða

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar.

Skoðun

Týndi hlekkurinn í jafn­réttis­bar­áttunni

Stella Samúelsdóttir skrifar

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum.

Skoðun

Gefum ís­lenskunni séns!

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri.

Skoðun

Helmingshækkun til for­eldra

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum.

Skoðun

Jafn­réttis­mál = Ground­hog day

Sandra B. Franks skrifar

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma.

Skoðun

Á­byrgð BNA á þjóðar­morðinu á Gaza

Andrés Skúlason,Steinar Harðarsson,Helgi Hlynur Ásgrímsson og Pétur Heimisson skrifa

Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma.

Skoðun

Opin­ber um­ræða í knatt­spyrnu­hreyfingunni

Haukur Hinriksson skrifar

Í sífellt meira mæli ratar umfjöllun um einangruð málefni innan knattspyrnuhreyfingarinnar í opinbera umræðu. Ég er þeirrar skoðunar að aukin og opin umræða um knattspyrnu og málefni hennar sé jákvæð og heldur vinsældum greinarinnar á lofti.

Skoðun

Sjó­manna­fé­lag Ís­lands - stéttar­fé­lag til mála­mynda?

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga.

Skoðun

2 milljarðar í verð­laun

Helgi Guðnason skrifar

Ísland er ekki fullkomið land, en við sem búum hér viljum trúa því að Ísland sé gott land. Það er margt sem gerist í heiminum sem íslendingar búast ekki við að gerist hér, það er hluti af sjálfsmynd okkar.

Skoðun

Vandi fylgir veg­semd hverri: Biskups­for­val í höndum fá­mennrar stéttar

Skúli S. Ólafsson skrifar

Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir.

Skoðun

Vel­komnir Svíar

Þórir Guðmundsson skrifar

Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi.

Skoðun

Biskup Ís­lands eða þröngra hags­muna?

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans.

Skoðun

Tímans tönn nagar hús: Um við­hald fjöl­eignar­húsa

Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Góður undirbúningur í hvívetna er mjög mikilvægur og einnig það að velja góðan og ábyrgan verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsframkvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og í flestum tilfellum er um að kenna slælegum undirbúningi og einnig röngu vali á verktökum.

Skoðun

Að vita betur en vísindin

Birgir Birgisson skrifar

Síðdegisþáttur Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, veltir upp ýmsum málum, nú síðast (6. mars) umræðunni um það hvort leyfa eigi ökumönnum á Íslandi að taka hægri beygju á gatnamótum jafnvel þó umferðarljós á þeirra akstursstefnu lýsi rauðu ljósi.

Skoðun

Guantana­mó til um­ræðu

Ögmundur Jónasson skrifar

Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.

Skoðun

Gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Ég er sammála ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar sem kemur inn á að sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt, enda er það í anda Framsóknar að setja fjölskyldufólk í forgang.

Skoðun

Harka­legt kyn­líf?

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi.

Skoðun

Aukin aðgæsluskylda öku­manna

Sævar Þór Jónsson skrifar

Þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis á umferð og fjölgun ökutækja þá hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni gegn umferðarslysum á undanförnum árum.

Skoðun

Núna er þetta bara orðið á­gætt!

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið.

Skoðun

Hver er veru­leiki feðrunar?

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Þetta með sæði sem ferðast en eggin ekki. Er veruleiki sem hefur skapað miklar þjáningar í mannverum og er að koma fram í æ meira mæli í fjölmiðlum síðustu árin.

Skoðun

Skömmin er ger­enda

Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar

Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá.

Skoðun

Þitt er valið

Hafþór Reynisson skrifar

Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza.

Skoðun

Þarf lítil þúfa alltaf að velta þungu hlassi?

Hildur Telma Hauksdóttir skrifar

Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það?

Skoðun

Mæla­borð, við­burða­daga­töl og upp­skrúfaðar glæru­kynningar

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifa

Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós.

Skoðun

Laun­þega- eða verk­taka­samningar leik­manna í knatt­spyrnu á Ís­landi

Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar

Stjórn LSÍ lagði fram eftirfarandi tillögu á 78. ársþingi KSÍ er varðar leikmannasamninga: Leikmannssamningur (professional contract): Samningur sem leikmaður gerir við félag, sem heimilar honum að taka við greiðslum fyrir knattspyrnuiðkun. Samningurinn er launþegasamningur og ber félagið ábyrgð á því að greiða skatt og launatengd gjöld samkvæmt landslögum um launþegagreiðslur.

Skoðun

Skórinn skal passa- sama hvað tautar og raular!

Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar

Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn.

Skoðun