Skoðun

Tengsla­myndun við nýtt jafn­launa­kerfi

Hildur Björk Pálsdóttir skrifar

Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun.

Skoðun

Framtíðarsýn í málefnum útlendinga

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi árið 2016. Þau voru afrakstur áralangrar þverpólitískrar vinnu og mörkuðu ákveðin tímamót í málaflokknum hér á landi. Segja má að þar hafi náðst mjög breið sátt um þá nálgun að mikilvægt sé að hafa skýrt og gagnsætt regluverk í kringum flóttafólk og tryggja að kerfið sem á að taka á þessum málum sé sanngjarnt og réttlátt.

Skoðun

„Þú líka Brútus“

Birgir Dýrfjörð skrifar

Tilefni þessarar greinar er skipulögð árás á mannorð og ævistarf Þórarins Tyrfingssonar. Þess manns, sem tugþúsundir Íslendinga bera þakkarhug til fyrir að bjarga þeim og ástvinum þeirra úr angistardíki alkóhólistans

Skoðun

Opið bréf til þing­flokks Vinstri grænna og Álf­heiðar Inga­dóttur

Kristín Ása Guðmundsdóttir skrifar

Af þeim flokkum sem vænta hefur mátt stuðnings frá fyrir þá sem leggjast gegn Hvammsvirkjun, hafa Vinstri græn verið í fremstu röð, og ekki síst á árinu 2007. Og það veitti sannarlega ekki af. Sjaldan hefur þingmaður flutt skörulegri ræðu en þú, Álfheiður, hinn 10. desember 2007, þegar ríkisendurskoðun hafði dæmt yfirfærslu vatnsréttinda í Þjórsá frá því um vorið, ógilda.

Skoðun

Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli?

Rut Einarsdóttir skrifar

Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans).

Skoðun

Fyrstu skrefin á vinnu­markaði

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Nú er sá tími ársins þegar skólar hnýta lokahnútinn á skólaárið og nemendur þyrpast fagnandi út í sumarið. Vinnuskólar sveitarfélaga taka til starfa en þar eru margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og er vinnuskólinn oft fyrsta launaða starfið þeirra.

Skoðun

Fæðing Rammaáætlunar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða skal samkvæmt lögum lögð fram á Alþingi ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lögð fram í þrígang en ekki náð fram að ganga.

Skoðun

Á­fram veginn á Vest­fjörðum

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Við Vestfirðingar líkt og íbúar annarra landshluta erum háð greiðum samgöngum í okkar daglega lífi alla daga ársins. Með samþjöppun grunnþjónustu og stærri atvinnusvæðum skiptir nú enn meira máli en áður að hafa greiðar samgöngur og útséð með að sú þróun komi til með að breytast næstu áratugi.

Skoðun

Allir eru að fá sér

Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifar

Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir.

Skoðun

Á­kall um sam­stöðu

Kristrún Frostadóttir skrifar

Fyrsta fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar verður afgreidd á Alþingi í vikunni. Tilgangur slíkrar áætlunar er að útskýra hvernig eigi að fjármagna loforð ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála.

Skoðun

Ó­metan­legar náttúru­perlur fram á hengi­flugið

Finnur Ricart Andrason,Ingibjörg Eiríksdóttir,Kristín Amalía Atladóttir,Pálína Axelsdóttir Njarðvík,Snæbjörn Guðmundsson og Sævar Þór Halldórsson skrifa

Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika.

Skoðun

Perrinn í stuttbuxunum

Gunnar Dan Wiium skrifar

Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi;

Skoðun

Bættar forvarnir á sjó

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Sjósókn við Íslandsstrendur hefur ávallt verið einn af okkar helstu atvinnuvegum. Oft hefur verið rætt um hetjur hafsins en í gegnum aldirnar hefur ýmis áhætta fylgt því að starfa á sjó og sjóslys voru tíð hér á árum áður.

Skoðun

Ríkisstjórn fyrir virkjunarsinna!

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar.

Skoðun

Leigubílstjórar eru ekki börn

Jóhannes Stefánsson skrifar

Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt.

Skoðun

Almenna okurfélagið

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Spákaupmennskufélagið Gamma stofnaði Almenna leigufélagið á árunum eftir Hrun, keypti upp íbúðir þegar fasteignaverð féll í kjölfar þess að þúsundir fjölskyldna missti heimili sín. Og leigðu þessar íbúðir út á háu verði, stundum til sama fólksins sem hafði misst íbúðirnar

Skoðun

Höfnum nýjum lögum um leigu­bif­reiðar

Daníel O. Einarsson skrifar

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur svo sem kunnugt er af fréttum. Frami, félag leigubifreiðastjóra, og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hafa lagst gegn frumvarpinu. Gild ástæða er til að útlista betur röksemdir samtaka leigubifreiðastjóra þar sem misskilnings hefur gætt í umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur.

Skoðun

Ör­laga­ríkir dagar á Al­þingi

Drífa Snædal skrifar

Nú er lokaspretturinn á Alþingi fyrir sumarfrí og þrefað og samið um hvaða mál ná framgangi og hver ekki. Það er áhugavert að fylgjast með því, þar sem þetta eru síðustu þinglok á þessu kjarasamningstímabili og því síðustu forvöð að gera þær lagabreytingar sem lýst var yfir að ætti að gera í tengslum við kjarasamningana 2019.

Skoðun

Af­nemum tryggðar­skatta

Friðrik Þór Snorrason skrifar

Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar.

Skoðun

Um leynda þræði milli Inga Freys, Reynis Trausta­sonar og Guð­mundar í Brimi

Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar

Stundin birti furðulegt viðtal við mig um tengsl okkar Alexanders Moshinsky í Hvíta-Rússlandi í síðasta blaði. Efnislega er þessum skrifum annars vegar ætlað að skapa þeirri fullyrðingu trúverðugt yfirbragð að Vinnslustöðin eða eigendur hennar hafi átt eða eigi About Fish á Tortóla, félag sem síðar eigi fyrirtæki sem flytji fisk til Hvíta-Rússlands, og hins vegar að Alexander Moshinsky hafi lánað eigendum Vinnslustöðvarinnar, þar með sjálfum mér, fjármuni til kaupa á hlutabréfum í Vinnslustöðinni.

Skoðun

Þegar konur taka pláss á skjánum...

Eva Sigurðardóttir skrifar

Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum.

Skoðun

Hvernig vill full­orðna fólkið hafa Laugar­dalinn?

Ævar Harðarson skrifar

Kæru íbúar í Laugardal. Viljið þið taka þátt í netkönnun um hvernig hægt er að gera borgarhlutann ykkar enn betri? Netkönnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta, sem nær til hverfanna Laugarnes, Langholt og Voga.

Skoðun

Áframhaldandi vandræði í Reykjavík

Jónas Elíasson skrifar

Nú eru kominn meirihluti í borgarstjórninni og búið að birta helstu mál. Þetta eru allt mjúk mál, en svo býður hin pólitíska tíska. Þar heyrðist lítið um helstu og dýrustu vandamál borgarinnar, fjármálin og samgöngumálin. Að vísu kom smá athugasemd um að næturstrætó myndi koma. Hann mun reynast borginni dýrari en nokkurn mann grunar í dag, en sjáum nú til.

Skoðun

Fræðum fólkið!

Dylan af Edinborg skrifar

Ég var reyndar ekki spurður álits en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna hefði ég innt frambjóðendur eftir því hvað þeir hyggðust gera til að bæta aðbúnað og lífskjör okkar hunda í Reykjavík.

Skoðun

Ekki spretta grös við ein­samlan þurrk

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir,Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson skrifa

Sú staða sem uppi er í heiminum í dag minnir okkur rækilega á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Innlend framleiðsla mun seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem eftirspurnin krefst.

Skoðun

Grænir hvatar í bláu hafi

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag.

Skoðun