Sport

Gerir stærsta íþróttasamning sögunnar

Hafnaboltamaðurinn Juan Soto er við það að skrifa undir stærsta íþróttasamning sögunnar. Soto mun gera fimmtán ára samning við New York Mets og fær fyrir vikið 765 milljónir dollara.

Sport

Ís­land ekki sent fleiri til leiks á HM síðan 2016

Heims­meistaramótið í 25m laug hefst á morgun í Búda­pest í Ung­verja­landi og stendur yfir þar til í lok vikunnar. Sund­sam­band Ís­lands sendir að þessu sinni átta kepp­endur til leiks. Reynslu­bolta í bland við efni­legt sund­fólk.

Sport

Á­fram bendir Hareide á Sol­skjær

Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. 

Fótbolti

Aron Leó með mikla yfir­burði og tryggði sér beltið

Fimm bar­daga­menn frá Reykja­vík MMA tóku þátt á bar­daga­kvöldinu Cage Steel 38 um nýliðna helgi í Donca­ster Bar­daga­kvöldið ein­kenndist af áskorunum en einnig sigrum þar sem að Aron Leó Jóhanns­son tryggði sér meistara­beltið í velti­vigtar­flokki.

Sport

„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“

Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi.

Körfubolti

Gæti mætt Ís­landi á HM: „Al­gjört æði“

„Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur.

Handbolti

Alba Berlin úr leik í bikarnum

Alba Berlin er úr leik í þýsku bikarkeppninni í körfubolta eftir 80-67 tap á útivelli gegn Bamberg. Martin Hermannsson skoraði sex stig fyrir Berlínarmenn, gaf þrjár stoðsendingar og greip tvö fráköst. Þetta var hans þriðji leikur eftir að hafa stigið upp úr meiðslum, sem héldu honum frá keppni í heilan mánuð.

Körfubolti