

A'ja Wilson, sem fór á kostum í úrslitaleik Ólympíuleikanna í körfuknattleik kvenna, sparaði ekki stóru orðin í viðtali eftir leik á NBC sjónvarpstöðinni.
Serbinn Nikola Jokic átti alveg hreint ótrúlega Ólympíuleika þegar tölfræðin er skoðuð. Hann leiddi sitt lið í öllum helstu tölfræðiflokkum og var raunar efstur í flestum flokkum einnig heilt yfir meðal allra leikmanna.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld.
Það má heldur betur segja að Adam Ægir Pálsson hafi fengið fljúgandi start í ítalska boltanum en hann skoraði þrennu og lagði upp mark í sínum fyrsta leik í kvöld.
Jónatan Ingi Jónsson gerði þrennu í sannfærandi 5-1 sigri Vals gegn HK í fyrsta heimaleik Túfa sem aðalþjálfari Vals.
Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik.
Valur vann 5-1 sigur gegn HK á heimavelli. Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum og gerði þrennu.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segist vera sáttur með frammistöðu liðsins gegn KA nú í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli sem Rúnar segir að séu vonbrigði miðað við hvernig leikurinn spilaðist.
Nú þegar keppni er lokið í öllum greinum á Ólympíuleikunum í París eru það Bandaríkin sem standa uppi með flest verðlaun 126 talsins.
Stjarnan tók á móti Breiðabliki í fjörugum leik í Bestu deild karla í kvöld. Að meðaltali eru skoruð þrjú mörk þegar þessi lið mætast og það hækkaði í kvöld en liðið skildu að lokum jöfn, 2-2.
Vestri náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Víkings á heimavelli hamingjunnar 1-1 í 18. umferð Bestu deildarinnar. Vestri jafnaði leikinn á 83. mínútu eftir frekar tíðindalítinn leik.
Orri Steinn Óskarsson var allt í öllu í dag þegar FCK vann 0-2 útisigur á Sønderjyske. Hann skoraði fyrra mark liðsins og lagði það seinna óbeint upp en fór svo meiddur af velli undir lok leiksins.
Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta vann sín áttundu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í röð í dag þegar liðið lagði Frakkland með minnsta mun í spennuleik, 67-66.
Ajax bar 1-0 sigurorð af Heerenveen í fyrsta leik liðsins á nýju tímabili en eina mark leiksins skoraði Kristian Nökkvi Hlynsson undir lok fyrri hálfleiks.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag.
Fylkir tók á móti sjóðheitum KA-mönnum í 18. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Leikið var í Árbænum og svo fór að lokum að liðin skildu jöfn, 1-1, í frekar bragðdaufum leik.
Víkingur tók á móti Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag. Liðin á sitthvorum enda deildarinnar, Víkingur á toppnum en Vestri í 11. sæti og í bullandi fallbaráttu. Vestri þurfti á sigri að halda til að komast uppúr fallsæti en Víkingur sem eru einnig á fullu í Evrópukeppni þessa dagana þurftu á þremur stigum að halda til að halda í toppsætið.
Danska B-deildarliðið Esbjerg hefur keypt miðjumanninn Breka Baldursson frá Fram.
Íslendingalið Kristianstad laut í lægra haldi fyrir Norrköping, 1-3, í eina leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Ólympíuleikunum í París 2024 verður formlega slitið á lokahátíð í kvöld.
Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hefur verið svipt bronsverðlaununum sem hún vann í gólfæfingum á Ólympíuleikunum á mánudaginn.
Danir urðu í dag Ólympíumeistarar í handbolta karla eftir risasigur á Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar í úrslitaleik, 26-39.
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Körfuboltamaðurinn Tyrese Haliburton var hluti af sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum og fékk að sjálfsögðu gullmedalíu, þrátt fyrir að hafa fengið fá tækifæri á leikunum.
Spánn vann Slóveníu, 23-22, í leiknum um bronsið í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París í morgun.
Knattspyrnustjóri Manchester United, Erik ten Hag, handviss um að Marcus Rashford nái sér aftur á strik eftir erfiða mánuði.
Litlu mátti muna að illa færi þegar suður-afrískur spjótkastari átti misheppnað kast á Ólympíuleikunum í gær.
FH hefur fengið belgíska miðjumanninn Robby Wakaka frá Gent. Hann samdi við FH út tímabilið með möguleika á framlengingu.
Þrátt fyrir að vera einn markheppnasti leikmaður í sögu enska boltans hefur framherjinn Harry Kane aldrei náð að lyfta bikar á loft. Hann fékk að vísu tækifæri til þess í gær en afþakkaði.
Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano.