Viðskipti erlent

Álverðið heldur áfram að hækka

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli þessa dagana. Álverðið er komið í 2.638 dollara á tonnið á málmmarkaðinum í London og hefur hækkað um tæplega 140 dollara frá því í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Viðsnúningur í rekstri BP

Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri breska olíufélagsins BP. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi ársins nam 5,6 milljörðum dollara eða rúmlega 600 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Verð á gulli hækkar enn og nær nýjum methæðum

Skuldavandræði Bandaríkjanna urðu meðal annars til þess að verð á gulli náði nýjum methæðum þegar markaðir í Austurlöndum opnuðu í dag. Verðið á únsunni stökk upp um 20 dollara á skammri stundu og nemur nú andvirði rúmlega 187 þúsund króna.

Viðskipti erlent

Gott uppgjör hjá McDonalds

Bandaríska hamborgarakeðjan McDonalds skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi ársins. Salan jókst um 15% miðað við sama tímabil í fyrra og hagnaðurinn jókst um nær 10%.

Viðskipti erlent

Nýr iPhone kynntur í september?

Apple-aðdáendur bíða margir hverjir gríðarlegar spenntir eftir fimmtu útgáfunni iPhone símanum. Nú hafa netverjar fullyrt að nýi síminn verður kynntur til leiks í september. Áður var því haldið fram að hann kæmi í byrjun ágúst. Talið er víst að í símanum verði ný uppfærsla á stýrikerfinu, iOS 5, en iPhone 4 er iOS 4 stýrikerfið.

Viðskipti erlent

Vextir á grískum skuldabréfum yfir 40%

Ávöxtunarkrafan á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára fór yfir 40% í morgun. Svo há krafa hefur ekki áður sést á grískum skuldabréfum. Þegar leið á morguninn lækkaði þessi krafa aðeins og stendur nú í kringum 38%.

Viðskipti erlent