Viðskipti erlent

Bandaríkin halda lánshæfiseinkunn sinni

Matsfyrirtækin Moody´s og Fitch Ratings hafa ákveðið að Bandaríkin haldi topplánshæfiseinkunn sinni AAA en hún er sett á athugunarlista með neikvæðum horfum. Standard & Poor´s hefur einnig sett einkunnina á athugunarlista.

Viðskipti erlent

Ford innkallar 1,2 milljónir pallbíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að innkalla 1,2 milljónir pallbíla vegna ryðvandamála. Bandaríska umferðaröryggiseftirlitið telur að festingar á eldsneytistönkum geti auðveldlega rygðað og því sé ekki forsvaranlegt að hafa bílana á götunni. Samkvæmt frétt á norska viðskiptavefnum e24.no er um að ræða F-150 og F-250 bíla sem framleiddir eru árin 1997-2004 og Lincoln Blackwood frá árunum 2002-2003.

Viðskipti erlent

Ítalir funda um alvarlega stöðu landsins

Fulltrúar í fjármálastöðugleikanefnd Ítalíu koma til fundar í dag þar sem ræða á alvarlega stöðu landsins. Óróinn sem ríkir á fjármálamörkuðum ógnar stöðuleika ítalska ríkisins og er lántökukostnaður þess að verða svo hár að málin gætu þróast yfir í djúpa skuldakreppu.

Viðskipti erlent

Kínverjar herma eftir Vesturlandabúum

Kínverjar eru í auknu mæli farnir að herma eftir Vesturlandabúum þegar þeir setja á fót nýjar stórverslanir. Til dæmis kannast flestir sem hafa farið í IKEA við bláa og gula litinn, stóra sýningarsali, litla blýanta og rúmgóðan matsal. En nú fyrirfinnst þetta ekki bara í

Viðskipti erlent

Harkalegur niðurskurður

Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins.

Viðskipti erlent

Þingmenn greiða atkvæði um skuldavanda

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafi komist að samkomulagi um að hækka skuldaþak Bandaríkjanna og koma þannig í veg fyrir að ríkið lendi í greiðsluþroti. Skuldaþakið á samkvæmt samkomulaginu að hækka um 2,4 trilljónir dollara. Samkomulagið á þó enn eftir að fara í gegnum þingið.

Viðskipti erlent

Menntamálaráðherra Svía vill kínversku inn í alla skóla

Menntamálaráðherra Svíþjóðar, Jan Björklund, vill að allir nemendur á efstu stigum grunnskólans og allir framhaldsskólanemendur fái að læra kínversku. Í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri segir ráðherrann að kínverskan sé að verða miklu mikilvægari en franska og spænska í viðskiptalegu tilliti.

Viðskipti erlent

Apple á meira lausafé en bandaríska ríkið

Apple fyrirtækið á meira handbært fé en ríkissjóður Bandaríkjanna. Nýjustu tölur frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sýna að fyrirtækið á 73 milljarða bandaríkjadala í handbært fé. Apple á hins vegar 76,4 milljarða. Handbært fé Apple samsvarar um 8700 milljörður íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Samkomulag sagt í höfn

Samkomulag um ríkisfjármál Bandaríkjanna er sagt í höfn og verður kynnt þingmönnum fulltrúadeilar Bandaríkjaþings síðar í dag. Þetta fullyrða bandarískir fjölmiðlar en hart hefur verið tekist á um frumvarp til fjárlaga undanfarnar vikur en til að koma í veg fyrir mögulegt greiðsluþrot bandaríska ríkisins þarf niðurstaða að fást fyrir þriðjudag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og varaforsetinn Joe Biden hafa setið á fundi með forystumönnum demókrata og repúblikana í þinginu frá því í morgun.

Viðskipti erlent

Oddvitar vongóðir

Oddvitar demókrata og repúblikana eru vongóðir um að ná sáttum um skuldavanda Bandaríkjanna fyrir þriðjudag til að koma í veg fyrir mögulegt greiðsluþrot bandaríska ríkisins. Nú þegar hafa þeir hafnað tillögum hvors annars um hvernig eigi að skera niður í útgjöldum og hækka skuldaþak ríkisins. Kosið verður á þinginu um frumvarp Harry Reid, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, klukkan fimm að íslenskum tíma í dag en kosningunni var frestað til að reyna að ná enn frekari sáttum milli deiluaðila.

Viðskipti erlent

Krugman með lausnir fyrir Obama

Hagfræðiprófessorinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman hefur sett fram tvær "skapandi“ lausnir fyrir Barack Obama bandaríkjaforseta í deilunum um skuldaþak Bandaríkjanna. Hann segir að þessar lausnir séu innan ramma laganna.

Viðskipti erlent

Afnema tímabundið toll af rósum

Norsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að afnema toll af innfluttum rósum í vikutíma; frá 26. júlí til 2. ágúst. Sigrun Pettersborg, hjá Landbúnaðarstofnun norska ríkisins, segir í samtali við ABC Nyheter að aðstæðurnar í landinu og hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum sé ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin. Norsk framleiðsla og innflutningur frá tollfrjálsum svæðum anna ekki eftirspurninni eftir rósum.

Viðskipti erlent

Skuldadeilan í þinginu óleyst

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi í gærkvöldi frumvarp til sem fjárlaga sem John Boehner, forseti fulltrúadeiladarinnar og leiðtogi repúblikana þar, hafði lagt fram en frumvarpið hafði áður verið samþykkt í fulltrúadeild þingsins. Frumvarp Boehners gerði ráð fyrir niðurskurði í ríkisútgjöldum upp á 900 milljarða dollara og hefði hækkað skuldaþak ríkisins um svipaða fjárhæð.

Viðskipti erlent

Lausn launadeilu hækkar verð á kjúklingavængjum

Í dag, föstudag, er þjóðlegi kjúklingavængjadagurinn í Bandaríkjunum og það er tilefni til fagnaðar. Allar líkur eru á að langvinnri launadeilu leikmanna og eigenda liða í NFL deildinni (Bandarískum fótbolta) sé að ljúka og að lausn hafi fundist. Þetta hefur leitt til nokkurra verðhækkana á kjúklingavængjum í landinu.

Viðskipti erlent

Statoil skilaði 1.300 milljarða hagnaði

Norska olíufélagið Statoil skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðung sem önnur norsk félög geta aðeins dreymt um. Hagnaðurinn nam 61 milljarði norskra kr. eða um 1.300 milljörðum kr. Þetta er aukning um 26,6 milljarða norskra kr. frá sama tímabili í fyrra.

Viðskipti erlent

Risavaxinn hagnaður hjá Shell

Risavaxinn hagnaður varð af rekstri hollenska olíufélagsins Shell á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 8 milljörðum dollara eða yfir 900 milljörðum kr. sem er 77% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti erlent