Viðskipti erlent

Nú getur þú eignast hlut í Facebook

Um 100 þúsund hlutir í rekstrarfélaginu sem rekur samfélagsnetið Facebook verða boðnir upp á næstunni. Hlutirnir verða boðnir upp á vefsíðunni Sharespost, að því er greint er frá á fréttavef Forbes. Lágmarksboð í hlutina verða 23 dalir á hlut. Það er 77% hærra verð fyrir hlutinn en fjárfestir sem festi kaup á hlutum í Facebook greiddi fyrir þá fyrir þremur mánuðum síðan, að því er fram kemur á vef Forbes.

Viðskipti erlent

Þrýsta á umbætur hjá evruþjóðum í vanda

Frekari fjármunir verða ekki lagðir í sjóð til aðstoðar evrulöndum í skuldavanda. Fjármálaráðherrar ESB-landa funduðu í höfuðstöðvum ESB í Brussel á mánudag og þriðjudag. Ný álagspróf verða lögð fyrir evrópska banka í febrúar.

Viðskipti erlent

Ísland nýtur góðs af lækkun færslugjalda Visa

Visa Europe og framkvæmdastjórn ESB hafa náð samkomulagi í málaferlum stjórnarinnar gegn kortafélaginu vegna hringamyndunnar. Samkomulagið felur í sér að Visa mun héðan í frá nota eitt færslugjald fyrir alla kaupmenn og neytendur níu landa í ESB og EES þar á meðal Íslendinga. Gjaldið verður 0,2% af úttektarupphæð héðan í frá.

Viðskipti erlent

Slegist um kaupin á Eik Bank í Danmörku

Mikill áhugi er á því að kaupa Eik Bank í Danmörku en hann var dótturbanki Eik Banki í Færeyjum sem komst í þrot s.l. haust. Samkvæmt frétt í Jyllands Posten munu a.m.k. átta bankar slást um að fá að kaupa Eik Bank.

Viðskipti erlent