Viðskipti erlent

Asíubréf hækkuðu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf hátæknifyrirtækja og bílaframleiðenda sem hækkuðu mest. Japanski Mitsubishi-bankinn hækkaði um sex prósent og bréf bílaframleiðandans Mazda hækkuðu um tæplega 10 prósent en Japanar hafa nú á ný öðlast bjartsýni á að bílasala þeirra á erlendri grundu aukist.

Viðskipti erlent

Olíuríkin draga ekki úr framleiðslu

Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ætla ekki að minnka olíubirgðir og ná þannig fram hækkun á heimsmarkaði. Þess í stað verður lögð áhersla á að koma í veg fyrir að aðildarríki samtakanna framleiði olíu umfram kvóta.

Viðskipti erlent

AIG dregur úr bónusgreiðslum

Bandaríska trygginga- og fjárfestingafélagið AIG Investments hefur ákveðið að draga úr bónusgreiðslum til starfsmanna. Greiðslur til lykilstjórnenda verða lækkaðar um 30%. Þetta kemur fram í bréfi sem Edward Liddy, stjórnarformaður AIG, skrifaði Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent

Íranir vilja minni olíu

Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni. ,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram.

Viðskipti erlent

Danski skatturinn notar Al Capone aðferðir gegn glæpahópum

Danski skatturinn vinnur nú allan sólarhringinn með lögreglunni í Danmörku við að koma Vítisenglum og öðrum glæpahópum bakvið lás og slá. Samkvæmt Jyllands Posten notar skatturinn Al Capone aðferðir í baráttu sinni, það er reynir að ná til glæpamannanna í gegnum skattsvik þeirra og efnahagsbrot.

Viðskipti erlent

Útlán hjá NIB slógu öll met í fyrra

Útlán hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) slógu öll met í fyrra og námu rúmum 2,7 milljörðum evra eða um 386 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að útlán bankans árið 2007 voru 2,2 milljarðar evra.

Viðskipti erlent

Græddi tugi milljarða á breska bankahruninu

Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum.

Viðskipti erlent

Honda lækkaði um sjö prósent

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og voru það bréf fjármálafyrirtækja og bílaframleiðenda sem mest lækkuðu. Bréf Honda lækkuðu um sjö prósent vegna styrkingar jensins gagnvart dollar en mikið af bílum Honda fer á Bandaríkjamarkað.

Viðskipti erlent

Bréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og hefur Morgan Stanley-vísitalan fyrir Asíu ekki tekið jafnmikið stökk upp á við síðan um miðjan desember. HSBC, stærsti banki Evrópu, hækkaði um 7,1 prósent á markaði í Hong Kong eftir að afkomutölur hans fyrir janúar voru birtar en þær reyndust mun skárri en talið hafði verið. Þá hækkaði japanska Nikkei-vísitalan um fjögur prósent.

Viðskipti erlent

Neikvæðir hagvísar

Vísbendingar eru um viðvarandi samdrátt hjá sjö stærstu aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), samkvæmt mati sem birt var á föstudag.

Viðskipti erlent