Viðskipti erlent

Volvo blæðir út í fjármálakreppunni

Bílaframleiðandinn Volvo í Svíþjóð skilaði tapi upp á 2,5 milljarða sænskr kr. eða um 35 milljörðum kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Greinendur höfðu hinsvegar spáð tapi upp á þriðjung af þeirri upphæð eða 807 milljónir sænskra kr..

Viðskipti erlent

Toyota spáir miklu tapi

Japanski bílaframleiðandinn Toyota gerir ráð fyrir að tapa 450 milljörðum jena, jafnvirði rúmlega 560 milljarða króna, vegna samdráttar á bílamarkaði á síðasta ári. Þetta er þrisvar sinnum meira en fyrri spá bílaframleiðandans hljóðaði upp á.

Viðskipti erlent

Hækkun í Asíu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun, einkum bréf banka og hátæknifyrirtækja. Aukinnar bjartsýni gætir nú hjá fjárfestum vegna björgunaraðgerða ríkisstjórna og hækkuðu bréf Lenovo-tölvuframleiðandans í Hong Kong um 10 prósent eftir að skipt var um stjórn hjá fyrirtækinu. Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan þokaðist upp um eitt og hálft prósent.

Viðskipti erlent

Samvinna er forsenda hagvaxtar

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, sagði í dag að það væri mjög mikilvægt fyrir Bandaríkin að vinna með öðrum ríkjum að því að auka hagvöxt í heiminum.

Viðskipti erlent

Eignir Baugs nema um þriðjungi af skuldum félagsins

Blaðið Telegraph hefur eftir heimildarmönnum sínum að eignir Baugs í Bretlandi nemi í besta falli um þriðjungi af skuldum félagsins. Eignirnar eru metnar á um 400 milljónir punda en skuldir Baugs við íslensku bankanna nemi um 1,3 milljarði punda eða um 200 milljörðum kr..

Viðskipti erlent

Óska tilboða í Actavis

Eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hefur óskað eftir tilboðum í lyfjafyrirtækið Actavis. Bloomberg-fréttavefurinn greinir frá þessu og segir kaupverðið geta orðið allt að sex milljarða evra en skuldir fyrirtækisins séu fimm milljarðar evra. Novator óskar að sögn Bloomberg eftir því að tilboð berist í þessum mánuði.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á asískum mörkuðum hækkuðu í verði í morgun, annan daginn í röð, eftir að stjórnvöld ýmissa ríkja boðuðu enn frekari umbætur í efnahagsmálum.

Viðskipti erlent

Samdráttur í sölu Chrysler 55 prósent í janúar

Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum reyndist minni í janúar en hún hefur verið í 27 ár og er það nokkru meiri samdráttur en búist hafði verið við. Þetta er í fyrsta sinn sem sala bíla í Bandaríkjunum er minni en í Kína, til dæmis dróst salan hjá Chrysler saman um 55 prósent og hjá General Motors um tæp 50 prósent.

Viðskipti erlent

Árangurslítill fundur í Alpabænum

Fimm daga ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í Alpabænum Davos í Sviss lauk á sunnudag. Fundurinn var með rólegra móti en fyrri ár og eru menn nokkuð sammála um að yfirskrift hans hafi ekki verið í neinu samræmi við innihaldið. Hún var: Uppbygging í kjölfar kreppu.

Viðskipti erlent

Þungt fram undan á fjármálamörkuðum

„Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum.

Viðskipti erlent