Viðskipti innlent

Lúx verður að Útópíu

Dyrum skemmtistaðarins Lúx hefur verið læst í síðasta skiptið en handan sömu dyra verður nýi skemmtistaðurinn Útópía opnaður á föstudagskvöld. Opnunartíminn verður með breyttu sniði og aldurstakmarkið hækkað.

Viðskipti innlent

Hrepptu gullið annað árið í röð í Buffalo

Félagarnir Justin Shouse og Lýður Vignisson sem reka vængjastaðinn Just Wingin' It eru nýkomnir heim frá Buffalo í Bandaríkjunum þar sem þeir unnu annað árið í röð til gullverðlauna í árlegri vængjakeppni á upprunastað skyndibitans vinsæla.

Viðskipti innlent

Kynna niður­stöður Sjálfbærniássins

Niðurstöður Sjálfbærniássins 2024 verða kynntar þann 4. september kl. 9.15 í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík og fyrirtækjum sem skara fram úr veitt viðurkenning. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. 

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Sjálfbærnidagur Lands­bankans

Sjálfbærnidagur Landsbankans hefst klukkan 09 í Grósku að Bjargargötu 1 í Reykjavík. Meðal dagskrárliða eru erindi bankastjóra, forstjóra Eimskips og forstjóra Festi. Þá verða kynningar frá sjálfbærum matvælaframleiðendum. Sýnt verður frá deginum hér á Vísi.

Viðskipti innlent

Treble sækir tæpa tvo milljarða

Nýsköpunarfyrirtækið Treble Technologies, sem þróað hefur hugbúnað á sviði hljóðhermunar, lauk nýverið ellefu milljón evra A fjármögnunarlotu, jafnvirði 1,7 milljörðum króna, með þátttöku erlendra og innlendra fjárfesta. Fjármagnið verður nýtt til að ráða fleira starfsfólk, efla rannsóknar- og þróunarstarf, skala upp söluteymi og sækja á nýja markaði. Meðal viðskiptavina félagsins eru stærstu tæknifyrirtæki heims.

Viðskipti innlent

Gengi Play tók dýfu

Gengi flugfélagsins Play lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,52 prósent. Gengið hefur nú lækkað um rúm 78,08 prósent það sem af er ári.

Viðskipti innlent

Unnur Eggerts og Mateja til Maura

Unnur Eggertsdóttir og Mateja Deigner hafa gengið til liðs við auglýsingastofuna Maura. Unnur hefur verið ráðin sem hugmynda- & textasmiður og verkefnastjóri og Mateja sem grafískur hönnuður.

Viðskipti innlent

Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins

Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. 

Viðskipti innlent

Innáskipting hjá Kviku

Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku.

Viðskipti innlent