Viðskipti innlent

Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár

Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir.

Viðskipti innlent

Van­skil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall

Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun.

Viðskipti innlent

ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls

Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni.

Viðskipti innlent

Kampi á Ísafirði í greiðslustöðvun og starfsmanni sagt upp

Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði fékk í morgun greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Vestfjarða til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Fjármálastjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í desember. Stjórnarformaður Kampa segir stjórnina hafa fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða blasti við í lok árs.

Viðskipti innlent

Ari, Ísól, Sunn­eva Sól og Þór­dís Rögn hlutu Ný­sköpunar­verð­laun for­setans

Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2021. Verðlaunin fengu þau fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.

Viðskipti innlent

Fá 335 milljóna styrk frá ESB til ný­sköpunar

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Laki Power, sem þróar og framleiðir tæki til þess að fylgjast með ástandi háspennulína, hefur hlotið 2,1 milljóna evra styrk, jafnvirði um 335 milljóna króna, frá Evrópusambandinu til að þróa tæknina áfram og efla sölu- og markaðsstarf á erlendum mörkuðum.

Viðskipti innlent

Breytingar á skrifstofu Akraneskaupstaðar

Nýtt stjórnskipulag Akraneskaupstaðar var samþykkt á 1324. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember og tók gildi þann 1. janúar. Markmið breytinganna er að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi.

Viðskipti innlent

Viðar til Össurar

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn til að stýra upplýsingatæknisviði og alþjóðlegri verkefnastofu Össurar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Stefnir í sex milljarða afkomu Arion banka

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 6 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12 prósent. Afkoman er umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á undangengum ársfjórðungum.

Viðskipti innlent

Bein útsending: Salan á Íslandsbanka í brennidepli á Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar klukkan 15 í dag. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Viðskipti innlent

Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað

Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ. 

Viðskipti innlent

BÍ telur lokaða dag­skrá Stöðvar 2 „lægsta punkt í sam­tíma­sögu ís­lenskrar fjöl­miðlunar“

„Það verða straumhvörf í íslenskri fjölmiðlasögu þegar fréttir Stöðvar 2 hætta að vera í opinni dagskrá núna í janúar eftir 34 ára nánast samfellda starfsemi. Það eru tímamót þegar fréttir Stöðvar 2, til að mynda af náttúruhamförunum á Seyðisfirði fyrir fáum vikum síðan, verða fyrir áskrifendur eingöngu en ekki fyrir allan almenning þessa lands.“

Viðskipti innlent