Löngu vaxtalækkunarferli Seðlabankans lauk 19. maí síðast liðinn þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína úr 0;75 prósentum í eitt prósent. Vegna þrálátrar verðbólgu hér innanlands og í útlöndum. Við það tækifæri sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þetta:
„Við höfum skyldur gagnvart fólkinu ílandinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera."
Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli?
„Já, það er alveg rétt,“ sagði Ásgeir Jónsson hinn 19. maí síðast liðinn.
Til að einfalda málið skulum við taka dæmi af meðalháu húsnæðisláni, annars vegar jafngreiðsluláni og hins vegar láni með jöfnum afborgunum. Svona gat dæmið litið út fyrir vaxtahækkanir bankanna í gær miðað við 3,45 prósenta vexti á þrjátíu milljón króna láni til fjörtíu ára með breytilegum vöxtum.
Eftir aðeins 0,25 prósentustiga hækkun vaxta banka í gær lítur dæmið hins vegar svona út. Á janfgreiðsluláninu hækka vextir um 4.524 krónur á mánuði eða 3,9 prósent og 6.250 krónur á láni með jöfnum afborgunum eða um það bil 4,2 prósent.
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir þau nú leita að prófmálum gegn viðskiptabönkunum þremur. Lánakilmálar bankanna til vaxtahækkana séu óljósir og einhliða.
„Bankarnir geta bara án þess að færa sönnur á réttmæti þess hækkað vexti nánast að vild,“ segir Breki.
Á undanförnum tveimur árum lækkaði Seðlabankinn meginvexti sína um 3,75 prósentustig, úr 4.5 prósentum í 0,75 prósent. Ef verðbólga lækkar ekki og Seðlabankinn lætur verða af hótun sinni og dregur alla vaxtalækkunina til baka á næstu mánuðum og bankarnir fylgja honum eftir gæti dæmið okkar litið svona út:
Greiðslubyrði jafngreiðslulánsinis hækkaði þá um 75.484 krónur á mánuði eða um 65 prósent og á láni með jöfnum afborgunum um 93.750 krónur eða um það bil 63 prósent. Lántakendur ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr.
„Annars vegar erum við að leita að þremur prófmálum til að fara í gagnvart þremur bönkum. Hins vegar erum við aðtryggja það að hver og einn lántaki verji rétt sinn og geri kröfu á hendur bönkunum um endurgreiðslu oftekinna gjalda,“ segir Breki Karlsson.