Viðskipti

Icelandair hefur flug til Miami

Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku.

Viðskipti innlent

Verð­bólga mjakast niður á við

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent.

Viðskipti innlent

„Að fyrir­tæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“

„Mín ráðlegging væri alltaf sú að fyrirtæki reyni að draga úr öllu því sem það getur gert sjálft áður en það fer að kaupa kolefnisjöfnun til að jafna út bókhaldið. Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt,“ segir Stefanía María Kristinsdóttir, sérfræðingur á framleiðslusviði hjá Nóa Síríus.

Atvinnulíf

Um fimm­tíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt far­gjald

Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit.

Neytendur

Láta af óheimilli ríkis­að­stoð við Sorpu

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að tryggja að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu verði færð í hlutafélag sem er tekjuskattsskylt. Þannig hefur ríkið skuldbundið sig til þess að hætta ríkisaðstoð við Sorpu, sem er óheimil samkvæmt EES-samningnum.

Viðskipti innlent

Markaðurinn væntir vaxtalækkana

Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár.

Viðskipti innlent

Hæsti­réttur tekur deilur Vinnslu­stöðvarinnar og ríkisins fyrir

Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vinnslustöðvarinnar á hendur ríkinu vegna makrílkvóta fyrir. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Ríkið óskaði sömuleiðis eftir því að Hæstiréttur tæki mál Hugins, sem Vinnslustöðin á, fyrir en Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Hugin 329 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Kín­versk kú­vending leiddi til hruns vestan­hafs

Hlutabréf stórra tæknifyrirtækja hríðféllu í virði í dag eftir að lítið þekkt kínverskt fyrirtæki opinberaði nýja gervigreind í síðustu viku. Fyrirtækið DeepSeek opinberaði mállíkan sem á að standa í hárinu á sambærilegri gervigreind eins og ChatGPT í eigu OpenAI en fyrir brot af kostnaðinum.

Viðskipti erlent

Lands­bankinn sé „svo sannar­lega“ enn banki allra lands­manna

Umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalla á ýtarlegri skoðun en þegar kemur að ákvörðun um lánveitingu vegna húsnæðis í þéttbýli. Þetta segir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, sem segir bankann vissulega veita lán um land allt, þrátt fyrir að strangari skilyrði kunni að gilda í ákveðnum tilfellum. „Óheppilegt orðalag“ í svörum til viðskiptavina endurspegli ekki afstöðu bankans með réttum hætti.

Viðskipti innlent

Telur furðu­legt að „banki allra lands­manna“ veiti ekki íbúðalán í dreif­býli

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli.

Viðskipti innlent

Þróaði app til að hjálpa fólki í með­ferð þegar kerfið brást

Bati er smáforrit sem hefur það markmið að styðja við einstaklinga með fíknisjúkdóm í bataferlinu. Hægt er að nota appið hvenær sem er í ferlinu og sníða það að sínum eigin þörfum. Frumútgáfa smáforritsins var gerð 2020 og var þá hugsuð til þess að auðvelda biðina hjá þeim sem biðu þess að komast í meðferð.

Neytendur

Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn

Blikk er ný greiðslumiðlun sem starfrækt er á Íslandi. Framkvæmdastjóri segir greiðslumiðlunina uppfylla þau skilyrði sem þarf til að tryggja þjóðaröryggi en töluvert hefur undanfarið verið fjallað um hættuna sem stafar af því að greiðslumiðlun sé erlend á Íslandi. Í því samhengi hefur einnig verið talað um kostnað en áætlað er að það kosti Íslendinga um 54 milljarða árlega að vera bara með erlenda greiðslumiðlun.

Neytendur

Loðnumælingar gefa ekki á­stæðu til bjart­sýni

Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025.

Viðskipti innlent