Viðskipti

Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár.

Viðskipti innlent

Langaði svaka­lega mikið í sleik við George Clooney

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo.

Atvinnulíf

Stöðva þurfi rán­yrkju bílastæðaeigenda

Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum.

Neytendur

Segir engar breytingar hafa verið gerðar á upp­skrift SS pylsna

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. 

Neytendur

Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum

Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum.

Viðskipti innlent

Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“

„Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið.

Atvinnulíf

Sparar kylfingum tíma með rás­tíma­leitar­síðu

Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum.

Viðskipti innlent

Tupperware lýsir yfir gjald­þroti

Tupperware Brands og nokkur dótturfyrirtæki þess hafa lýst yfir gjaldþroti í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur staðið frammi fyrir gríðarlegu tapi vegna hækkandi kostnaðar og aukinnar samkeppni.

Viðskipti erlent

Nýtt trend: Engir yfir­menn á vinnu­staðnum

Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk.

Atvinnulíf