Viðskipti Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Viðskipti innlent 23.9.2024 14:16 Fura Ösp nýr formaður stjórnar hjá Brandenburg Fura Ösp Jóhannesdóttir hefur tekið sæti í stjórn hjá sköpunarstofunni Brandenburg og mun þar fara með stöðu formanns stjórnar. Viðskipti innlent 23.9.2024 12:22 Tekur við stöðu forstöðumanns þjónustu hjá Reitum Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustu hjá Reitum. Viðskipti innlent 23.9.2024 11:31 Ráðin markaðsstjóri Sensa Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa. Viðskipti innlent 23.9.2024 10:51 Milljarður í arðgreiðslur hjá Toyota Stjórnir systurfélaga Toyota umboðsins á Íslandi leggja til að greiddur verði út milljarður króna í arð vegna rekstrarársins 2023. Viðskipti innlent 23.9.2024 10:11 Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Viðskipti innlent 23.9.2024 09:16 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. Atvinnulíf 23.9.2024 07:02 „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. Atvinnulíf 22.9.2024 08:01 Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. Atvinnulíf 21.9.2024 10:01 Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Neytendur 20.9.2024 14:51 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Áætlaðar tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar og álagningu gatnagerðargjalda í tengslum við uppbyggingu nýs atvinnusvæðis á Hólmsheiði er 4,4 milljarðar króna. Borgarstjóri og fulltrúar fimm fyrirtækja skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um lóðarvilyrði á svæðinu Viðskipti innlent 20.9.2024 13:39 Fegurð er glæpur kom út í mínus Fegurð er glæpur ehf., félag stofnað í kringum strákasveitina Iceguys, tapaði rúmum tveimur milljónum í fyrra. Viðskipti innlent 19.9.2024 17:07 Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í eigu forstjóra flugfélagsins Play meðal annarra, hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi athafnamannsins Jóni Óðins Ragnarssonar vegna krafna að upphæð 44 milljóna króna. Húsið er á sölu sem stendur og uppsett verð er tæpar 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 19.9.2024 16:46 „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri, hyggur á útgáfu fréttabréfsins Kjarnyrt, hvers útgáfa hefst á morgun. Hann segist með þessu ekki vera að snúa aftur á vettvang fjölmiðlanna, en gefur lítið upp um hvað framtíðin ber í skauti sér. Viðskipti innlent 19.9.2024 15:51 Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins fer fram í Hörpu milli klukkan 15 og 17 í dag þar sem sjónum verður sérstaklega beint að grænni orku. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Viðskipti innlent 19.9.2024 14:31 Hjalti Már tekur við af Hreiðari Þór hjá Datera Hjalti Már Einarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Datera. Hann tekur við keflinu af Hreiðari Þór Jónssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 2020. Viðskipti innlent 19.9.2024 13:11 Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun í dag skrifa undir viljayfirlýsingu við fulltrúa fimm fyrirtækja vegna uppbyggingar á Hólmsheiði. Fyrirtækin sem um ræðir í fyrsta fasa uppbyggingarinnar eru Ölgerðin, Alvotech, Parlogis, Veritas og Safari. Viðskipti innlent 19.9.2024 11:07 Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Valencia næsta sumar. Fyrsta flugið verður 24. maí 2025 og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september. Viðskipti innlent 19.9.2024 09:57 Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19.9.2024 09:06 Heildareignir einstaklinga jukust um rúm fimm prósent á síðasta ári Heildareignir einstaklinga á Íslandi árið 2023 námu 12.284 milljörðum króna og jukust um 14,5 prósent eða úr 10.728 milljörðum króna árið 2022. Sé leiðrétt miðað við verðlag ársins 2023 var aukningin 5,3 prósent. Viðskipti innlent 19.9.2024 08:50 Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. Viðskipti innlent 19.9.2024 07:36 Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ „Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið. Atvinnulíf 19.9.2024 07:02 Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Framkvæmdastjóri Tes og kaffis segir kaffiverð líklega koma til með að hækka á næstu mánuðum. Hann telur ekki að nýir samkeppnisaðilar myndu geta náð verðinu niður, líkt og á matvörumarkaði með tilkomu Prís. Neytendur 18.9.2024 21:38 Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig. Um er að ræða fyrstu lækkunina í rúmlega fjögur ár, en vextir hafa verið óbreyttir í Bandaríkjunum í 14 mánuði. Viðskipti erlent 18.9.2024 20:42 Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð í tengslum við tvo samninga um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu. Viðskipti innlent 18.9.2024 15:20 Sparar kylfingum tíma með rástímaleitarsíðu Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum. Viðskipti innlent 18.9.2024 15:12 Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán. Viðskipti innlent 18.9.2024 13:57 Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. Viðskipti innlent 18.9.2024 08:42 Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Tupperware Brands og nokkur dótturfyrirtæki þess hafa lýst yfir gjaldþroti í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur staðið frammi fyrir gríðarlegu tapi vegna hækkandi kostnaðar og aukinnar samkeppni. Viðskipti erlent 18.9.2024 07:17 Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk. Atvinnulíf 18.9.2024 07:01 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 334 ›
Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Viðskipti innlent 23.9.2024 14:16
Fura Ösp nýr formaður stjórnar hjá Brandenburg Fura Ösp Jóhannesdóttir hefur tekið sæti í stjórn hjá sköpunarstofunni Brandenburg og mun þar fara með stöðu formanns stjórnar. Viðskipti innlent 23.9.2024 12:22
Tekur við stöðu forstöðumanns þjónustu hjá Reitum Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustu hjá Reitum. Viðskipti innlent 23.9.2024 11:31
Ráðin markaðsstjóri Sensa Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa. Viðskipti innlent 23.9.2024 10:51
Milljarður í arðgreiðslur hjá Toyota Stjórnir systurfélaga Toyota umboðsins á Íslandi leggja til að greiddur verði út milljarður króna í arð vegna rekstrarársins 2023. Viðskipti innlent 23.9.2024 10:11
Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Viðskipti innlent 23.9.2024 09:16
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. Atvinnulíf 23.9.2024 07:02
„Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. Atvinnulíf 22.9.2024 08:01
Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. Atvinnulíf 21.9.2024 10:01
Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Neytendur 20.9.2024 14:51
4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Áætlaðar tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar og álagningu gatnagerðargjalda í tengslum við uppbyggingu nýs atvinnusvæðis á Hólmsheiði er 4,4 milljarðar króna. Borgarstjóri og fulltrúar fimm fyrirtækja skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um lóðarvilyrði á svæðinu Viðskipti innlent 20.9.2024 13:39
Fegurð er glæpur kom út í mínus Fegurð er glæpur ehf., félag stofnað í kringum strákasveitina Iceguys, tapaði rúmum tveimur milljónum í fyrra. Viðskipti innlent 19.9.2024 17:07
Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í eigu forstjóra flugfélagsins Play meðal annarra, hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi athafnamannsins Jóni Óðins Ragnarssonar vegna krafna að upphæð 44 milljóna króna. Húsið er á sölu sem stendur og uppsett verð er tæpar 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 19.9.2024 16:46
„Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri, hyggur á útgáfu fréttabréfsins Kjarnyrt, hvers útgáfa hefst á morgun. Hann segist með þessu ekki vera að snúa aftur á vettvang fjölmiðlanna, en gefur lítið upp um hvað framtíðin ber í skauti sér. Viðskipti innlent 19.9.2024 15:51
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins fer fram í Hörpu milli klukkan 15 og 17 í dag þar sem sjónum verður sérstaklega beint að grænni orku. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Viðskipti innlent 19.9.2024 14:31
Hjalti Már tekur við af Hreiðari Þór hjá Datera Hjalti Már Einarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Datera. Hann tekur við keflinu af Hreiðari Þór Jónssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 2020. Viðskipti innlent 19.9.2024 13:11
Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun í dag skrifa undir viljayfirlýsingu við fulltrúa fimm fyrirtækja vegna uppbyggingar á Hólmsheiði. Fyrirtækin sem um ræðir í fyrsta fasa uppbyggingarinnar eru Ölgerðin, Alvotech, Parlogis, Veritas og Safari. Viðskipti innlent 19.9.2024 11:07
Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Valencia næsta sumar. Fyrsta flugið verður 24. maí 2025 og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september. Viðskipti innlent 19.9.2024 09:57
Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19.9.2024 09:06
Heildareignir einstaklinga jukust um rúm fimm prósent á síðasta ári Heildareignir einstaklinga á Íslandi árið 2023 námu 12.284 milljörðum króna og jukust um 14,5 prósent eða úr 10.728 milljörðum króna árið 2022. Sé leiðrétt miðað við verðlag ársins 2023 var aukningin 5,3 prósent. Viðskipti innlent 19.9.2024 08:50
Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. Viðskipti innlent 19.9.2024 07:36
Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ „Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið. Atvinnulíf 19.9.2024 07:02
Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Framkvæmdastjóri Tes og kaffis segir kaffiverð líklega koma til með að hækka á næstu mánuðum. Hann telur ekki að nýir samkeppnisaðilar myndu geta náð verðinu niður, líkt og á matvörumarkaði með tilkomu Prís. Neytendur 18.9.2024 21:38
Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig. Um er að ræða fyrstu lækkunina í rúmlega fjögur ár, en vextir hafa verið óbreyttir í Bandaríkjunum í 14 mánuði. Viðskipti erlent 18.9.2024 20:42
Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð í tengslum við tvo samninga um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu. Viðskipti innlent 18.9.2024 15:20
Sparar kylfingum tíma með rástímaleitarsíðu Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum. Viðskipti innlent 18.9.2024 15:12
Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán. Viðskipti innlent 18.9.2024 13:57
Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. Viðskipti innlent 18.9.2024 08:42
Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Tupperware Brands og nokkur dótturfyrirtæki þess hafa lýst yfir gjaldþroti í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur staðið frammi fyrir gríðarlegu tapi vegna hækkandi kostnaðar og aukinnar samkeppni. Viðskipti erlent 18.9.2024 07:17
Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk. Atvinnulíf 18.9.2024 07:01