Viðskipti Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. Viðskipti innlent 22.9.2022 11:35 Twitch bannar fjárhættuspilastreymi Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið. Viðskipti erlent 22.9.2022 11:23 Ragnhildur áfram rektor HR Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Ragnhildur tók við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni árið 2021, en hann hafði þá verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur. Viðskipti innlent 22.9.2022 11:02 Jón fjárfestir í HPP Solutions og verður stjórnarformaður Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, hefur tekið við sem stjórnarformaður HPP Solutions ehf. samhliða kaupum á eignarhlut í félaginu. Jón lét af störfum hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri þann 1. apríl á þessu ári eftir 26 ár sem forstjóri. Viðskipti innlent 22.9.2022 09:24 Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Sjálfbærnidagur Landsbankans fer fram í Grósku í dag. Aðalfyrirlesari verður Tjeerd Krumpelman frá ABN AMRO-bankanum í Hollandi og mun hann fjalla um sjálfbærni fyrirtækja. Fundurinn hefst klukkan níu. Viðskipti innlent 22.9.2022 08:32 Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. Atvinnulíf 22.9.2022 07:01 Stýrivextir ekki verið hærri í Bandaríkjunum síðan í kreppunni 2008 Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í dag um 0,75 prósentustig í tilraun til að berja niður verðbólguna sem herjar í landinu. Viðskipti erlent 21.9.2022 18:40 Taka við störfum vöruflokkastjóra og fræðslustjóra Hagkaups Ólöf Sara Árnadóttir hefur verið ráðin nýr vöruflokkastjóri Hagkaups og Ingibjörg Karlsdóttir nýr fræðslustjóri. Viðskipti innlent 21.9.2022 14:12 Útgerð Stefnis hætt og þrettán manns sagt upp Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. (H-G hf.) hefur ákveðið að hætta útgerð ísfisktogarans Stefnis ÍS 28 vegna samdráttar í úthlutuðu aflamarki þorsks. Þrettán manna áhöfn Stefnis verður sagt upp frá og með áramótum. Viðskipti innlent 21.9.2022 12:35 Breyta nafni hótelkeðju Icelandair og Flugleiða Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins. Viðskipti innlent 21.9.2022 11:50 Biðla til stjórnvalda um að afstýra 20 prósenta hækkun fasteignaskatta Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra tuttugu prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda. Formaður Landssambands eldri borgara bendir á að eldri bogarar hafi enga möguleika til að auka sínar tekjur eins og aðrir þjóðfélagshópar. Endurskoða þurfa hvernig fasteignamat sé reiknað. Viðskipti innlent 21.9.2022 11:45 „Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu. Viðskipti innlent 21.9.2022 11:38 Katrín Olga ráðin framkvæmdastjóri nýs dótturfélags Landsnets Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýs dótturfélags Landsnets sem hefur það hlutverk að setja á fót og reka heildsölumarkað raforku á Íslandi. Katrín Olga mun hefja störf um mánaðamótin. Viðskipti innlent 21.9.2022 10:56 Dregur enn úr atvinnuleysi sem mælist nú 3,1 prósent Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1 prósent og minnkaði um 0,1 prósent milli mánaða. Að meðaltali voru 6.009 atvinnulausir í ágúst, 3.276 karlar og 2.733 konur. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 5,3 prósent og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,4 prósent. Viðskipti innlent 21.9.2022 10:14 Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. Viðskipti innlent 21.9.2022 10:08 Ráðin í störf rekstrarstjóra og markaðsstjóra Running Tide Running Tide hefur ráðið Örnu Hlín Daníelsdóttur í starf rekstrarstjóra fyrirtækisins á Íslandi og Mikko Koskinen í starf markaðsstjóra. Viðskipti innlent 21.9.2022 09:56 Útvíkka starfsemina og stofna sjóða- og eignastýringu VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Nýtt dótturfélag verður stofnað undir starfsemina sem mun hljóta nafnið SIV eignastýring. Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar. Viðskipti innlent 21.9.2022 09:39 Fá stjórnvaldssekt vegna auglýsinga á CBD-snyrtivörum Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt. Neytendur 21.9.2022 07:52 Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. Atvinnulíf 21.9.2022 07:00 Lauf Forks og Sidekick Health hlutu Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau. Viðskipti innlent 21.9.2022 00:08 Alfreð hefur starfsemi í Færeyjum Íslenska atvinnuleitarappið Alfreð hefur hafið starfsemi í Færeyjum, en þetta er þriðji alþjóðlegi markaðurinn þar sem appið hefur innreið sína. Viðskipti innlent 20.9.2022 13:11 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Íslands afhent Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun afhenda Nýsköpunarverðlaun Íslands á Nýsköpunarþingi 2022 í Grósku sem stendur milli klukkan 13.3 og 15.00. Viðskipti innlent 20.9.2022 13:00 Þorpið vistfélag kaupir JL húsið Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistaskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Breyta á efri hæðum hússins í fjölbreytilegar og vandaðar miðborgaríbúðir. Viðskipti innlent 20.9.2022 12:47 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. Viðskipti innlent 20.9.2022 11:56 Ásgeir nýr framkvæmdastjóri Procura Ásgeir Þór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Procura fasteignasölu. Ásgeir mun stýra daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt því að sinna sölu fasteigna. Viðskipti innlent 20.9.2022 10:15 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. Viðskipti innlent 20.9.2022 09:01 Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins. Viðskipti innlent 19.9.2022 18:14 Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. Viðskipti innlent 19.9.2022 16:36 Orkan kaupir um þriðjungshlut í Straumlind Orkan IS hefur náð samkomulagi um kaup á 34 prósenta eignarhlut í nýsköpunar- og raforkusölufyrirtækinu Straumlind ehf. Viðskipti innlent 19.9.2022 09:12 Eitt fullkomnasta snjallrúm í heimi mætt í Vogue fyrir heimilið Ergosportive er nýtt stillanlegt hátæknisnjallrúm frá Ergomotion sem hannað er í samvinnu við tæknifyrirtækið Garmin. Ergosportive var frumsýnt í versluninni Vogue fyrir heimilið um helgina við frábærar undirtektir. Samstarf 19.9.2022 08:52 « ‹ 164 165 166 167 168 169 170 171 172 … 334 ›
Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. Viðskipti innlent 22.9.2022 11:35
Twitch bannar fjárhættuspilastreymi Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið. Viðskipti erlent 22.9.2022 11:23
Ragnhildur áfram rektor HR Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Ragnhildur tók við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni árið 2021, en hann hafði þá verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur. Viðskipti innlent 22.9.2022 11:02
Jón fjárfestir í HPP Solutions og verður stjórnarformaður Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, hefur tekið við sem stjórnarformaður HPP Solutions ehf. samhliða kaupum á eignarhlut í félaginu. Jón lét af störfum hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri þann 1. apríl á þessu ári eftir 26 ár sem forstjóri. Viðskipti innlent 22.9.2022 09:24
Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Sjálfbærnidagur Landsbankans fer fram í Grósku í dag. Aðalfyrirlesari verður Tjeerd Krumpelman frá ABN AMRO-bankanum í Hollandi og mun hann fjalla um sjálfbærni fyrirtækja. Fundurinn hefst klukkan níu. Viðskipti innlent 22.9.2022 08:32
Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. Atvinnulíf 22.9.2022 07:01
Stýrivextir ekki verið hærri í Bandaríkjunum síðan í kreppunni 2008 Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í dag um 0,75 prósentustig í tilraun til að berja niður verðbólguna sem herjar í landinu. Viðskipti erlent 21.9.2022 18:40
Taka við störfum vöruflokkastjóra og fræðslustjóra Hagkaups Ólöf Sara Árnadóttir hefur verið ráðin nýr vöruflokkastjóri Hagkaups og Ingibjörg Karlsdóttir nýr fræðslustjóri. Viðskipti innlent 21.9.2022 14:12
Útgerð Stefnis hætt og þrettán manns sagt upp Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. (H-G hf.) hefur ákveðið að hætta útgerð ísfisktogarans Stefnis ÍS 28 vegna samdráttar í úthlutuðu aflamarki þorsks. Þrettán manna áhöfn Stefnis verður sagt upp frá og með áramótum. Viðskipti innlent 21.9.2022 12:35
Breyta nafni hótelkeðju Icelandair og Flugleiða Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins. Viðskipti innlent 21.9.2022 11:50
Biðla til stjórnvalda um að afstýra 20 prósenta hækkun fasteignaskatta Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra tuttugu prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda. Formaður Landssambands eldri borgara bendir á að eldri bogarar hafi enga möguleika til að auka sínar tekjur eins og aðrir þjóðfélagshópar. Endurskoða þurfa hvernig fasteignamat sé reiknað. Viðskipti innlent 21.9.2022 11:45
„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu. Viðskipti innlent 21.9.2022 11:38
Katrín Olga ráðin framkvæmdastjóri nýs dótturfélags Landsnets Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýs dótturfélags Landsnets sem hefur það hlutverk að setja á fót og reka heildsölumarkað raforku á Íslandi. Katrín Olga mun hefja störf um mánaðamótin. Viðskipti innlent 21.9.2022 10:56
Dregur enn úr atvinnuleysi sem mælist nú 3,1 prósent Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1 prósent og minnkaði um 0,1 prósent milli mánaða. Að meðaltali voru 6.009 atvinnulausir í ágúst, 3.276 karlar og 2.733 konur. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 5,3 prósent og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,4 prósent. Viðskipti innlent 21.9.2022 10:14
Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. Viðskipti innlent 21.9.2022 10:08
Ráðin í störf rekstrarstjóra og markaðsstjóra Running Tide Running Tide hefur ráðið Örnu Hlín Daníelsdóttur í starf rekstrarstjóra fyrirtækisins á Íslandi og Mikko Koskinen í starf markaðsstjóra. Viðskipti innlent 21.9.2022 09:56
Útvíkka starfsemina og stofna sjóða- og eignastýringu VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Nýtt dótturfélag verður stofnað undir starfsemina sem mun hljóta nafnið SIV eignastýring. Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar. Viðskipti innlent 21.9.2022 09:39
Fá stjórnvaldssekt vegna auglýsinga á CBD-snyrtivörum Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt. Neytendur 21.9.2022 07:52
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. Atvinnulíf 21.9.2022 07:00
Lauf Forks og Sidekick Health hlutu Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau. Viðskipti innlent 21.9.2022 00:08
Alfreð hefur starfsemi í Færeyjum Íslenska atvinnuleitarappið Alfreð hefur hafið starfsemi í Færeyjum, en þetta er þriðji alþjóðlegi markaðurinn þar sem appið hefur innreið sína. Viðskipti innlent 20.9.2022 13:11
Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Íslands afhent Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun afhenda Nýsköpunarverðlaun Íslands á Nýsköpunarþingi 2022 í Grósku sem stendur milli klukkan 13.3 og 15.00. Viðskipti innlent 20.9.2022 13:00
Þorpið vistfélag kaupir JL húsið Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistaskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Breyta á efri hæðum hússins í fjölbreytilegar og vandaðar miðborgaríbúðir. Viðskipti innlent 20.9.2022 12:47
Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. Viðskipti innlent 20.9.2022 11:56
Ásgeir nýr framkvæmdastjóri Procura Ásgeir Þór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Procura fasteignasölu. Ásgeir mun stýra daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt því að sinna sölu fasteigna. Viðskipti innlent 20.9.2022 10:15
Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. Viðskipti innlent 20.9.2022 09:01
Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins. Viðskipti innlent 19.9.2022 18:14
Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. Viðskipti innlent 19.9.2022 16:36
Orkan kaupir um þriðjungshlut í Straumlind Orkan IS hefur náð samkomulagi um kaup á 34 prósenta eignarhlut í nýsköpunar- og raforkusölufyrirtækinu Straumlind ehf. Viðskipti innlent 19.9.2022 09:12
Eitt fullkomnasta snjallrúm í heimi mætt í Vogue fyrir heimilið Ergosportive er nýtt stillanlegt hátæknisnjallrúm frá Ergomotion sem hannað er í samvinnu við tæknifyrirtækið Garmin. Ergosportive var frumsýnt í versluninni Vogue fyrir heimilið um helgina við frábærar undirtektir. Samstarf 19.9.2022 08:52