Margvíslegar verðhækkanir um áramót Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. janúar 2023 11:18 Verri verðbólguhorfur hafa skilað sér í gjaldskrárhækkunum víða um land. vísir/vilhelm Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi. Hækkanir á nefskatti, áfengi og rafbílum Ýmis gjöld á vegum hins opinbera, sem snerta alla landsmenn, munu hækka nú í byrjun árs. Svokallaðir krónutöluskattar hækka um 7,7 prósent en hækkunin nær til áfengis-, tóbaks-, bensín-, olíu-, kolefnis-, bifreiða- og kílómetragjalds auk gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjalds og gjalda sem falla undir lög um aukatekjur ríkissjóðs. Um áramótin verður dregið úr afslætti í tollfrjálsum verslunum þannig að áfengisgjald hækkar úr 10 prósent upp í 25 prósent og tóbaksgjald úr 40 prósent upp í 50 prósent. Þetta þýðir að hækkunin mun fyrst og fremst bitna á verslun í fríhöfninni í Leifsstöð. Brennivínssopinn verður dýrari í fríhöfninni.Vísir/Vilhelm Þá mun útvarpsgjald, eða svokallaður nefskattur hækka um 7,5 prósent og fer úr 18.800 krónum upp í 20.200 krónur. Þá munu breytingar á verðskrá ON hafa það í för með sér að almennt söluverð á raforku hækkar um 6,3 prósent. Bensín- og olíugjald hækkar um 7,7 prósent og mun bensínlítrinn því hækka um átta krónur. Þá mun bifreiðagjald fara úr 7.540 kr sem greitt er tvisvar á ári upp í í 15.080 krónur. Gjaldtaka verður aukin á rafmagns og tvinnbílum og búið er að boða 5 prósent lágmarks vörugjald á ökutæki. Gera má ráð fyrir því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 5 prósent vegna breytinganna. Þetta þýðir til að mynda að rafbíll sem sem kostar í dag um sex milljónir króna mun hækka um 6-700 þúsund krónur í verði, að með töldum virðisaukaskatti og vörugjöldum. Herjólfur mun hækka verðskrá um 10 prósent á farþega og farartæki frá 1. janúar 2023. Þá mun verðið í Vaðlaheiðargöng hækka frá og með 2.janúar .Verðhækkunin er mismikil á milli verðflokka en sé umferð ársins 2022 lögð til grundvallar er vegin verðskráhækkun um 8 prósent í heild. Herjólfur í HafnarfjarðarhöfnVísir/Vilhelm Þá mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara almennt hækka um 3,5 prósent en verðlagsnefnd búvara tók þá ákvörðun á dögunum að hækka lágmarksverðs mjólkur til bænda sem og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða. Þá mun Pósturinn hækka verð á bréfum, fjölpósti og pakkasendingum innanlands. Verð á pakkasendingum innanlands hækkar um 5-10 prósent en verðbreytingarnar eru þó mismunandi eftir landsvæðum. Verð fyrir fjölpóst hækkar að meðaltali um 20 prósent. Mismunur milli sveitarfélaga Sveitarfélögin hækka flest gjaldskrár um áramótin en algengar gjaldskrárhækkanirnar eru þó mismunandi. Hjá Reykjavíkurborg eru algengar hækkanir í kringum 5 prósent, í Kópavogi 7,7 prósent og í Hafnarfirði 9,5 prósent. Akureyrarbær hefur boðað 10 prósenta hækkanir á velferðarsviði, svo sem í félagslegri heimaþjónustu og heimsendum mat. Annað hækkar um 7 til 10 prósent. Á Ísafirði er almenn hámarkshækkun á gjaldskrám 8 prósent. Í Skagafirði hefur verið boðuð 6 prósenta hækkun leikskólagjalda og 7,7 prósenta hækkun fæðisgjalds, bæði í grunn- og leikskólum. Í Fjarðabyggð eru hækkanir tæp 5 prósent í flestum flokkum svo sem vatns- og hitaveitu, leikskóla og frístund. Í Garðabæ hækkar gjaldskrá um 7 prósent og útsvar helst óbreytt í 13,7 prósent. Hækkanir á fasteignagjöldum Fasteignaeigendur mega búa sig undir mikla hækkun á fasteignagjöldum um áramótin sökum hækkunar á fasteignamati. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali og á sérbýli um 25 prósent. Þannig hækkar meðal fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík úr 96 þúsund krónum upp í 116 þúsund krónur, samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Fasteignaeigendur mega búa sig undir mikla hækkun á fasteignagjöldum um áramótin.Vísir/vilhelm Það sama er uppi á teningnum á Akureyri þar sem fasteignagjöld hækka í takt við hækkun fasteignamats. Í Garðabæ munu fasteignagjöld á íbúa koma til með að lækka í 0,166 prósent. Á Ísafirði verður álagningarprósentan hækkuð úr 0,56 prósent í 0,593 prósent. Í Múlaþingi verður álagningarprósentan hins vegar lækkuð. Á Akureyri hefur Velferðarráðið samþykkt að hækka gjaldskrá félagslegra íbúða um sex prósent svo hægt sé að fjölga íbúðum. Dýrara í sund Í Reykjavík mun árskort í sund fyrir fullorðið fólk hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Á Ísafirði hækkar árskort í sund um 10 prósent og er í samræmi við hækkun gjaldskrár í Bolungarvíkurkaupstað. Hærra verð á skólamáltíðum Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Á Ísafirði hækkar gjaldskrá um 5-8 prósent og er þar horft til hækkunar verðlags. Stök máltíð og ávextir hækka um 5 prósent og mjólkuráskrift um 7-8 prósent. Á Akureyri hækkar gjaldið um 7,5 prósent. Í Hafnarfirði hækkar gjaldið um 9,5 prósent og mun til dæmis áskriftarverð á stakri máltíð fara úr 487 kr. Í 533 kr. Verð á skólamáltíðum hækkar víða.fréttablaðið/vilhelm Leikskólagjöldin hækka víða Í Reykjavík hækka leikskólagjöldin 4,9 prósent. Á Ísafirði hækka gjöldin um 8 prósent og á Reykjanesi 7 prósent. Á Akranesi hækkar þjónustugjaldskrá um 7 prósent en gjaldskrá leikskóla verður óbreytt og tekur ekki hækkun. Í Hafnarfirði hækkar gjaldið um 7,7 prósent. Hefur þú ábendingu um verðhækkanir í þínu nánasta umhverfi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Verðlag Skattar og tollar Reykjavík Akureyri Ísafjarðarbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Fjarðabyggð Skagafjörður Múlaþing Fjármál heimilisins Áramót Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Hækkanir á nefskatti, áfengi og rafbílum Ýmis gjöld á vegum hins opinbera, sem snerta alla landsmenn, munu hækka nú í byrjun árs. Svokallaðir krónutöluskattar hækka um 7,7 prósent en hækkunin nær til áfengis-, tóbaks-, bensín-, olíu-, kolefnis-, bifreiða- og kílómetragjalds auk gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjalds og gjalda sem falla undir lög um aukatekjur ríkissjóðs. Um áramótin verður dregið úr afslætti í tollfrjálsum verslunum þannig að áfengisgjald hækkar úr 10 prósent upp í 25 prósent og tóbaksgjald úr 40 prósent upp í 50 prósent. Þetta þýðir að hækkunin mun fyrst og fremst bitna á verslun í fríhöfninni í Leifsstöð. Brennivínssopinn verður dýrari í fríhöfninni.Vísir/Vilhelm Þá mun útvarpsgjald, eða svokallaður nefskattur hækka um 7,5 prósent og fer úr 18.800 krónum upp í 20.200 krónur. Þá munu breytingar á verðskrá ON hafa það í för með sér að almennt söluverð á raforku hækkar um 6,3 prósent. Bensín- og olíugjald hækkar um 7,7 prósent og mun bensínlítrinn því hækka um átta krónur. Þá mun bifreiðagjald fara úr 7.540 kr sem greitt er tvisvar á ári upp í í 15.080 krónur. Gjaldtaka verður aukin á rafmagns og tvinnbílum og búið er að boða 5 prósent lágmarks vörugjald á ökutæki. Gera má ráð fyrir því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 5 prósent vegna breytinganna. Þetta þýðir til að mynda að rafbíll sem sem kostar í dag um sex milljónir króna mun hækka um 6-700 þúsund krónur í verði, að með töldum virðisaukaskatti og vörugjöldum. Herjólfur mun hækka verðskrá um 10 prósent á farþega og farartæki frá 1. janúar 2023. Þá mun verðið í Vaðlaheiðargöng hækka frá og með 2.janúar .Verðhækkunin er mismikil á milli verðflokka en sé umferð ársins 2022 lögð til grundvallar er vegin verðskráhækkun um 8 prósent í heild. Herjólfur í HafnarfjarðarhöfnVísir/Vilhelm Þá mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara almennt hækka um 3,5 prósent en verðlagsnefnd búvara tók þá ákvörðun á dögunum að hækka lágmarksverðs mjólkur til bænda sem og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða. Þá mun Pósturinn hækka verð á bréfum, fjölpósti og pakkasendingum innanlands. Verð á pakkasendingum innanlands hækkar um 5-10 prósent en verðbreytingarnar eru þó mismunandi eftir landsvæðum. Verð fyrir fjölpóst hækkar að meðaltali um 20 prósent. Mismunur milli sveitarfélaga Sveitarfélögin hækka flest gjaldskrár um áramótin en algengar gjaldskrárhækkanirnar eru þó mismunandi. Hjá Reykjavíkurborg eru algengar hækkanir í kringum 5 prósent, í Kópavogi 7,7 prósent og í Hafnarfirði 9,5 prósent. Akureyrarbær hefur boðað 10 prósenta hækkanir á velferðarsviði, svo sem í félagslegri heimaþjónustu og heimsendum mat. Annað hækkar um 7 til 10 prósent. Á Ísafirði er almenn hámarkshækkun á gjaldskrám 8 prósent. Í Skagafirði hefur verið boðuð 6 prósenta hækkun leikskólagjalda og 7,7 prósenta hækkun fæðisgjalds, bæði í grunn- og leikskólum. Í Fjarðabyggð eru hækkanir tæp 5 prósent í flestum flokkum svo sem vatns- og hitaveitu, leikskóla og frístund. Í Garðabæ hækkar gjaldskrá um 7 prósent og útsvar helst óbreytt í 13,7 prósent. Hækkanir á fasteignagjöldum Fasteignaeigendur mega búa sig undir mikla hækkun á fasteignagjöldum um áramótin sökum hækkunar á fasteignamati. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali og á sérbýli um 25 prósent. Þannig hækkar meðal fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík úr 96 þúsund krónum upp í 116 þúsund krónur, samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Fasteignaeigendur mega búa sig undir mikla hækkun á fasteignagjöldum um áramótin.Vísir/vilhelm Það sama er uppi á teningnum á Akureyri þar sem fasteignagjöld hækka í takt við hækkun fasteignamats. Í Garðabæ munu fasteignagjöld á íbúa koma til með að lækka í 0,166 prósent. Á Ísafirði verður álagningarprósentan hækkuð úr 0,56 prósent í 0,593 prósent. Í Múlaþingi verður álagningarprósentan hins vegar lækkuð. Á Akureyri hefur Velferðarráðið samþykkt að hækka gjaldskrá félagslegra íbúða um sex prósent svo hægt sé að fjölga íbúðum. Dýrara í sund Í Reykjavík mun árskort í sund fyrir fullorðið fólk hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Á Ísafirði hækkar árskort í sund um 10 prósent og er í samræmi við hækkun gjaldskrár í Bolungarvíkurkaupstað. Hærra verð á skólamáltíðum Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Á Ísafirði hækkar gjaldskrá um 5-8 prósent og er þar horft til hækkunar verðlags. Stök máltíð og ávextir hækka um 5 prósent og mjólkuráskrift um 7-8 prósent. Á Akureyri hækkar gjaldið um 7,5 prósent. Í Hafnarfirði hækkar gjaldið um 9,5 prósent og mun til dæmis áskriftarverð á stakri máltíð fara úr 487 kr. Í 533 kr. Verð á skólamáltíðum hækkar víða.fréttablaðið/vilhelm Leikskólagjöldin hækka víða Í Reykjavík hækka leikskólagjöldin 4,9 prósent. Á Ísafirði hækka gjöldin um 8 prósent og á Reykjanesi 7 prósent. Á Akranesi hækkar þjónustugjaldskrá um 7 prósent en gjaldskrá leikskóla verður óbreytt og tekur ekki hækkun. Í Hafnarfirði hækkar gjaldið um 7,7 prósent. Hefur þú ábendingu um verðhækkanir í þínu nánasta umhverfi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Verðlag Skattar og tollar Reykjavík Akureyri Ísafjarðarbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Fjarðabyggð Skagafjörður Múlaþing Fjármál heimilisins Áramót Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira