Viðskipti

Gagnrýnir tilboð TM: „Vátryggingar eru ekki skyndivara“

Neytendastofa er nú með til skoðunar nokkrar tilkynningar vegna tilboðs tryggingafélagsins TM síðastliðinn mánudag. Formaður Félags íslenskra bifreiðareigenda segir tilboðið hafa verið á skjön við neytendalög og gagnrýnir tryggingarfélögin fyrir ofurhátt verðlag.

Neytendur

Fimm­tíu milljarða við­snúningur í við­skipta­jöfnuði

13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021.

Viðskipti innlent

Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár

Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra.

Viðskipti innlent

Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna

„Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit.

Atvinnulíf

Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf.

„Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi.

Atvinnulíf

Sætti sig ekki við fimmfalda ofrukkun og hafði betur

Viðskiptavinur ferjuflutningafélagsins Smyril Line hafði betur gegn fyrirtækinu eftir að hann sætti sig ekki við að þurfa að borga fimmtíu þúsund krónur vegna farmbréfs. Smyril Line þarf að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur.

Neytendur

Mjólkin hækkar í verði

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Viðskipti innlent