Viðskipti

Fjölgar í foreldrahúsum

Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum.

Viðskipti innlent

Versnandi verð­bólgu­horfur

Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig.

Viðskipti innlent

Álfur og Diljá hefja upp raust sína

Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 

Viðskipti innlent

Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni

Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 

Viðskipti innlent

Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi

Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi.

Viðskipti innlent

Telur í­blöndunar­efni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl

Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir.

Viðskipti innlent