Viðskipti Árni Huldar til KPMG Law Árni Huldar Sveinbjörnsson hefur hafið störf hjá KPMG Law. Hann starfaði áður sem yfirlögfræðingur Lykils fjármögnunar hf. og nú síðast sem sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils. Viðskipti innlent 18.5.2021 14:03 Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. Viðskipti innlent 18.5.2021 12:56 Ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins Kristín Inga Jónsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðsdeildar Póstsins. Hún hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2019 sem markaðssérfræðingur. Viðskipti innlent 18.5.2021 11:54 Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. Viðskipti innlent 18.5.2021 11:34 IKEA innkallar HEROISK og TALRIKA diska, skálar og bolla IKEA hefur hvatt viðskiptavini sem eiga HEROISK og TALRIKA borðbúnað að taka hann úr notkun og skila í IKEA þar sem hann verður að fullu endurgreiddur. Neytendur 18.5.2021 09:39 Bein útsending: Stafræn framtíð íslenskunnar Í dag fer fram ráðstefna um stafræna framtíð íslenskunnar. Stjórnendur framsækinna fyrirtækja fara yfir notkun máltæknilausna á neytendamarkaði og fjölbreytt verkefni máltækniáætlunar verða kynnt. Viðskipti innlent 18.5.2021 08:01 Meinað að nota lénið polsen.is eftir kvörtun frá Poulsen Neytendastofa hefur meinað Orku ehf að nota lénið polsen.is í tengslum við starfsemi félagsins og gert fyrirtækinu að afskrá lénið. Ákvörðunin er tekin í kjölfar kvörtunar frá samkeppnisaðilanum Poulsen sem á og rekur lénið poulsen.is. Neytendur 17.5.2021 14:27 ÁTVR ætlar að kæra vínkaupmann til lögreglu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hafið undirbúning að beiðni um lögbann á vefverslunum með áfengi hér á landi, sem ekki eru á vegum ríkisverslunarinnar. Viðskipti innlent 17.5.2021 11:47 Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. Neytendur 17.5.2021 10:22 Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. Atvinnulíf 17.5.2021 07:01 Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð. Viðskipti innlent 16.5.2021 21:01 Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 16.5.2021 12:33 Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum. Viðskipti innlent 16.5.2021 11:42 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. Atvinnulíf 16.5.2021 09:00 Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. Atvinnulíf 15.5.2021 10:00 ÁTVR aldrei grætt meira en neftóbakssala hrynur alveg Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur aldrei velt meiru en árið 2020, sem var metár í sögu verslunarinnar. Veltan var yfir 50 milljörðum. Viðskipti innlent 15.5.2021 09:44 Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. Viðskipti innlent 14.5.2021 19:01 Stytta sér leið með kaupunum á Lumina Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. Viðskipti innlent 14.5.2021 18:44 Jóhanna Margrét til Skeljungs Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Skeljungi. Viðskipti innlent 14.5.2021 15:36 Jökullinn skartar sínu fegursta Spennandi ferðir um Langjökul eru í boði hjá Mountaineers of Iceland. Samstarf 14.5.2021 14:46 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Viðskipti innlent 14.5.2021 14:12 Björn Þorfinnsson nýr ritstjóri DV Björn Þorfinnsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann tekur við starfinu af Tobbu Marinós sem lét nýlega af störfum. Viðskipti innlent 14.5.2021 13:23 Landsbankinn sér annað en Íslandsbankinn í kristalskúlunni Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslandsi haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% við næstu vaxtaákvörðun þann 19. maí. Þó telur deildin að óðum styttist í vaxtahækkun. Viðskipti innlent 14.5.2021 12:54 Meistaramótið í Betri bolta haldið í annað sinn Mótaröðin Meistaramótið í Betri bolta er að hefjast. Allir geta tekið þátt og keppa sigurvegararnir sem fulltrúar Íslands á mótinu á Algarve í Portúgal. Samstarf 14.5.2021 11:36 Bein útsending: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili? Viðreisn mun í dag streyma fundi þar sem rætt verður um kostnað og óvissuna við að eignast og reka heimili. Yfirskrift fundarins er: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili? Viðskipti innlent 14.5.2021 11:31 Reikna með hækkun stýrivaxta í næstu viku Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur við vaxtaákvörðunina þann 19. maí. Þetta kemur fram í spá Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 14.5.2021 09:52 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? Atvinnulíf 14.5.2021 07:01 Tryggingatrampólínið fékk að fjúka Akandi vegfarendur misstu á dögunum mikilvæga vörðu á leiðinni út úr Reykjavík eftir Vesturlandsvegi, þegar trampólín tryggingafélagsins VÍS á húsþaki við jaðar Grafarholts var fjarlægt með húð og hári. Viðskipti innlent 13.5.2021 10:00 Tesla hættir að taka við Bitcoin Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. Viðskipti erlent 13.5.2021 08:52 Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. Viðskipti innlent 13.5.2021 08:01 « ‹ 256 257 258 259 260 261 262 263 264 … 334 ›
Árni Huldar til KPMG Law Árni Huldar Sveinbjörnsson hefur hafið störf hjá KPMG Law. Hann starfaði áður sem yfirlögfræðingur Lykils fjármögnunar hf. og nú síðast sem sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils. Viðskipti innlent 18.5.2021 14:03
Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. Viðskipti innlent 18.5.2021 12:56
Ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins Kristín Inga Jónsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðsdeildar Póstsins. Hún hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2019 sem markaðssérfræðingur. Viðskipti innlent 18.5.2021 11:54
Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. Viðskipti innlent 18.5.2021 11:34
IKEA innkallar HEROISK og TALRIKA diska, skálar og bolla IKEA hefur hvatt viðskiptavini sem eiga HEROISK og TALRIKA borðbúnað að taka hann úr notkun og skila í IKEA þar sem hann verður að fullu endurgreiddur. Neytendur 18.5.2021 09:39
Bein útsending: Stafræn framtíð íslenskunnar Í dag fer fram ráðstefna um stafræna framtíð íslenskunnar. Stjórnendur framsækinna fyrirtækja fara yfir notkun máltæknilausna á neytendamarkaði og fjölbreytt verkefni máltækniáætlunar verða kynnt. Viðskipti innlent 18.5.2021 08:01
Meinað að nota lénið polsen.is eftir kvörtun frá Poulsen Neytendastofa hefur meinað Orku ehf að nota lénið polsen.is í tengslum við starfsemi félagsins og gert fyrirtækinu að afskrá lénið. Ákvörðunin er tekin í kjölfar kvörtunar frá samkeppnisaðilanum Poulsen sem á og rekur lénið poulsen.is. Neytendur 17.5.2021 14:27
ÁTVR ætlar að kæra vínkaupmann til lögreglu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hafið undirbúning að beiðni um lögbann á vefverslunum með áfengi hér á landi, sem ekki eru á vegum ríkisverslunarinnar. Viðskipti innlent 17.5.2021 11:47
Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. Neytendur 17.5.2021 10:22
Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. Atvinnulíf 17.5.2021 07:01
Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð. Viðskipti innlent 16.5.2021 21:01
Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 16.5.2021 12:33
Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum. Viðskipti innlent 16.5.2021 11:42
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. Atvinnulíf 16.5.2021 09:00
Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. Atvinnulíf 15.5.2021 10:00
ÁTVR aldrei grætt meira en neftóbakssala hrynur alveg Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur aldrei velt meiru en árið 2020, sem var metár í sögu verslunarinnar. Veltan var yfir 50 milljörðum. Viðskipti innlent 15.5.2021 09:44
Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. Viðskipti innlent 14.5.2021 19:01
Stytta sér leið með kaupunum á Lumina Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. Viðskipti innlent 14.5.2021 18:44
Jóhanna Margrét til Skeljungs Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Skeljungi. Viðskipti innlent 14.5.2021 15:36
Jökullinn skartar sínu fegursta Spennandi ferðir um Langjökul eru í boði hjá Mountaineers of Iceland. Samstarf 14.5.2021 14:46
Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Viðskipti innlent 14.5.2021 14:12
Björn Þorfinnsson nýr ritstjóri DV Björn Þorfinnsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann tekur við starfinu af Tobbu Marinós sem lét nýlega af störfum. Viðskipti innlent 14.5.2021 13:23
Landsbankinn sér annað en Íslandsbankinn í kristalskúlunni Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslandsi haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% við næstu vaxtaákvörðun þann 19. maí. Þó telur deildin að óðum styttist í vaxtahækkun. Viðskipti innlent 14.5.2021 12:54
Meistaramótið í Betri bolta haldið í annað sinn Mótaröðin Meistaramótið í Betri bolta er að hefjast. Allir geta tekið þátt og keppa sigurvegararnir sem fulltrúar Íslands á mótinu á Algarve í Portúgal. Samstarf 14.5.2021 11:36
Bein útsending: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili? Viðreisn mun í dag streyma fundi þar sem rætt verður um kostnað og óvissuna við að eignast og reka heimili. Yfirskrift fundarins er: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili? Viðskipti innlent 14.5.2021 11:31
Reikna með hækkun stýrivaxta í næstu viku Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur við vaxtaákvörðunina þann 19. maí. Þetta kemur fram í spá Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 14.5.2021 09:52
Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? Atvinnulíf 14.5.2021 07:01
Tryggingatrampólínið fékk að fjúka Akandi vegfarendur misstu á dögunum mikilvæga vörðu á leiðinni út úr Reykjavík eftir Vesturlandsvegi, þegar trampólín tryggingafélagsins VÍS á húsþaki við jaðar Grafarholts var fjarlægt með húð og hári. Viðskipti innlent 13.5.2021 10:00
Tesla hættir að taka við Bitcoin Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. Viðskipti erlent 13.5.2021 08:52
Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. Viðskipti innlent 13.5.2021 08:01