Viðskipti

Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta

Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum.

Viðskipti erlent

Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag.

Viðskipti erlent

Létu veiruna ekki stöðva drauminn um veitingastað

„Við tökum svolítið einn dag í einu og deilum auðvitað áhyggjum allra af því ástandi sem nú ríkir. Um leið reynum við að halda í gleðina og vera bjartsýn – vitandi að þessu ástandi mun linna. Við erum bara rétt að byrja og ætlum okkur að gera marga góða hluti hér.“

Viðskipti innlent