Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Sylvía Hall skrifar 10. ágúst 2020 08:58 Aðstandendur B5 segjast frekar vilja hafa lokað frekar en að fara á svig við þær takmarkanir sem eru í gildi. Það sé þó erfitt að halda rekstrinum lifandi í núverandi ástandi. Vísir/Vilhelm Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. Í stað þess að reyna að fara á svig við reglurnar hafi staðurinn lokað á meðan takmarkanir eru á þann veg en það hafi hins vegar haft alvarleg áhrif á reksturinn. Hann kallar eftir því að stjórnvöld eigi betra samtal við rekstraraðila og komi til móts við þá sem geti ekki haft opið. Skemmtistaðurinn lokaði um miðjan mars þegar fyrst var gripið til hertra samkomutakmarkana og fólki skylt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Að sögn Jónasar var ljóst að starfsemi B5 myndi ekki bjóða upp á slíkt og ákváðu aðstandendur því að loka og fara í endurbætur á staðnum. Staðurinn opnaði að nýju þann 25. maí og fékk svokallaðan lokunarstyrk, en hann dugði skammt. „Við fengum þarna lokunarstyrk eins og flestir sem þurftu að loka á þessum tíma, nema hvað að okkar lokunarstyrkur „coveraði“ sextíu og eitthvað prósent af leigu í einn mánuð,“ sagði Jónas í Bítinu í morgun. Hann segir marga hafa náð að nýta styrkinn í stærri hluta kostnaðar en það sé einna helst vegna leigusala B5. „Leiguaðilar sem leigja út húsnæði í miðbænum eru missveigjanlegir í samskiptum. Okkar barátta hefur líka verið í því að fá leiguna niður, því það er einn stærsti kostnaðarliðurinn þegar er lokað. Það er ekkert mál fyrir okkur ef yfirvöld myndu koma og styðja við bakið á okkur að tala við leiguaðilana.“ Væri eins hægt að segja þeim að loka Jónas segir ósanngjarnt að setja skemmtistaði og veitingastaði undir sama hatt. Á meðan takmarkanir eru í gildi og stöðum gert að loka klukkan 23 er ljóst að einhver röskun verði á starfsemi rekstraraðila í miðbænum, en veitingastaðir séu þó enn opnir þegar mest er að gera. Annað sé uppi á teningnum hvað varðar skemmtistaði. „Við erum ekkert á okkar tíma og höfum ekkert fengið að hafa okkar tíma síðan í byrjun mars,“ segir Jónas. Mest sé að gera hjá B5 eftir miðnætti þegar fólk vill skemmta sér og dansa, hitta fólk og upplifa næturlífið. Við þær aðstæður sé fólk ekki mikið að huga að tveggja metra fjarlægð. Um helgina var greint frá því að margir veitingastaðir höfðu ekki tryggt tveggja metra fjarlægð milli gesta þegar lögreglu bar að garði og segir Jónas slíka háttsemi eyðileggja fyrir heildinni. Enginn rekstraraðili vilji sjá smit koma upp í tengslum við menningarlífið en þrátt fyrir það sé fólk að ögra reglunum. „Það er ekkert við lögregluna að sakast – þeir fara eftir þeim reglum sem þeir fylgja. En þeir segjast ekki treysta sér inni á staði vegna smithættu? Af hverju er það við lýði að staðirnir túlka reglurnar á sinn hátt og það er svo mikið af fólki inni? Er ekki barnaleg hegðun að ætlast til þess að það sé verið að reyna að fylgja hundrað manna takmörkunum með tveggja metra reglunni í staðinn fyrir að segja okkur að loka?“ Hann segir suma staði vera í þeirri stöðu að geta einfaldlega ekki fylgt tilmælum yfirvalda og því sé eins hægt að skylda þá til að loka á meðan aðgerðir eru í gildi. „Það eru staðir niður í bæ sem við vitum alveg að geta ekki framfylgt því að vera með hundrað manns inni og fylgja tveggja metra reglunni, það er ekki fræðilegur.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. Í stað þess að reyna að fara á svig við reglurnar hafi staðurinn lokað á meðan takmarkanir eru á þann veg en það hafi hins vegar haft alvarleg áhrif á reksturinn. Hann kallar eftir því að stjórnvöld eigi betra samtal við rekstraraðila og komi til móts við þá sem geti ekki haft opið. Skemmtistaðurinn lokaði um miðjan mars þegar fyrst var gripið til hertra samkomutakmarkana og fólki skylt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Að sögn Jónasar var ljóst að starfsemi B5 myndi ekki bjóða upp á slíkt og ákváðu aðstandendur því að loka og fara í endurbætur á staðnum. Staðurinn opnaði að nýju þann 25. maí og fékk svokallaðan lokunarstyrk, en hann dugði skammt. „Við fengum þarna lokunarstyrk eins og flestir sem þurftu að loka á þessum tíma, nema hvað að okkar lokunarstyrkur „coveraði“ sextíu og eitthvað prósent af leigu í einn mánuð,“ sagði Jónas í Bítinu í morgun. Hann segir marga hafa náð að nýta styrkinn í stærri hluta kostnaðar en það sé einna helst vegna leigusala B5. „Leiguaðilar sem leigja út húsnæði í miðbænum eru missveigjanlegir í samskiptum. Okkar barátta hefur líka verið í því að fá leiguna niður, því það er einn stærsti kostnaðarliðurinn þegar er lokað. Það er ekkert mál fyrir okkur ef yfirvöld myndu koma og styðja við bakið á okkur að tala við leiguaðilana.“ Væri eins hægt að segja þeim að loka Jónas segir ósanngjarnt að setja skemmtistaði og veitingastaði undir sama hatt. Á meðan takmarkanir eru í gildi og stöðum gert að loka klukkan 23 er ljóst að einhver röskun verði á starfsemi rekstraraðila í miðbænum, en veitingastaðir séu þó enn opnir þegar mest er að gera. Annað sé uppi á teningnum hvað varðar skemmtistaði. „Við erum ekkert á okkar tíma og höfum ekkert fengið að hafa okkar tíma síðan í byrjun mars,“ segir Jónas. Mest sé að gera hjá B5 eftir miðnætti þegar fólk vill skemmta sér og dansa, hitta fólk og upplifa næturlífið. Við þær aðstæður sé fólk ekki mikið að huga að tveggja metra fjarlægð. Um helgina var greint frá því að margir veitingastaðir höfðu ekki tryggt tveggja metra fjarlægð milli gesta þegar lögreglu bar að garði og segir Jónas slíka háttsemi eyðileggja fyrir heildinni. Enginn rekstraraðili vilji sjá smit koma upp í tengslum við menningarlífið en þrátt fyrir það sé fólk að ögra reglunum. „Það er ekkert við lögregluna að sakast – þeir fara eftir þeim reglum sem þeir fylgja. En þeir segjast ekki treysta sér inni á staði vegna smithættu? Af hverju er það við lýði að staðirnir túlka reglurnar á sinn hátt og það er svo mikið af fólki inni? Er ekki barnaleg hegðun að ætlast til þess að það sé verið að reyna að fylgja hundrað manna takmörkunum með tveggja metra reglunni í staðinn fyrir að segja okkur að loka?“ Hann segir suma staði vera í þeirri stöðu að geta einfaldlega ekki fylgt tilmælum yfirvalda og því sé eins hægt að skylda þá til að loka á meðan aðgerðir eru í gildi. „Það eru staðir niður í bæ sem við vitum alveg að geta ekki framfylgt því að vera með hundrað manns inni og fylgja tveggja metra reglunni, það er ekki fræðilegur.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29
Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27
Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07