
Innlent
Skilorð fyrir ýmis brot
Rúmlega tvítugur maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir, brot gegn lögreglulögum, fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Maðurinn ók á brott þrátt fyrir fyrirmæli að óeinkennisklæddur lögreglumaður, sem var með skilríki hálsinn, skipaði honum að vera kjurrum. Eftir eftirför lögreglu fundust bæði í bíl og á heimili mannsins rúmlega 90 grömm af hassi. Þá fannst einnig lögreglukylfa á heimilinu. Maðurinn hafði engin leyfi fyrir kylfunni.