Erlent

Kjósendur svartsýnir á efnahaginn

Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. Helmingur aðspurðra sagðist telja að efnahagsástandið færi versnandi, fimm prósentustigum meira en fyrir mánuði síðan. Þeim sem töldu efnahaginn á uppleið fækkaði á milli mánaða. Í september taldi nær helmingur, 47 prósent, að framtíðin væri björt en nú eru innan við fjörutíu prósent þeirrar skoðunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×