Innlent

Sýnir óvinsældir ríkisstjórnar

Vinstri grænir bæta mest við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fara upp um rúm 5 prósentustig og mælast með 20,5 prósenta fylgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, setur fyrirvara við punktmælingar eins og hann kallar skoðanakannanir af þessu tagi en segir að hún sýni umfram allt óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Hann segir könnunina til marks um þá stemmningu sem er í samfélaginu. Hann telur athyglisvert að Vinstri grænir styrki stöðu sýna mjög og að Framsóknarflokkurinn sé með lægsta fylgi sem sést hafi á þeim bæ. Hann segir að þegar niðurstöðurnar séu bornar saman við kosningaúrslit síðustu kosnina megi Samfylkingin vel við una, svo og Frjálslyndir. Vinstri grænir séu þó á kunnuglegum slóðum í skoðanakönnunum en þeir hafi notið mikils fylgis á síðasta kjörtímabili sem síðan hafi ekki tekist að landa í kosningunum. Þetta sýni þó að jarðvegur í þeirra málflutningi liggi á þeim slóðum að fimmtungur til fjórðungur kosningabærra manna geti vel hugsað sér að leggja þeim lið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×