Hreyfimyndasmiður hljómsveitanna 27. júlí 2004 00:01 "Ég lifi á því að búa til hreyfanlegar litmyndir með hljóði svo að það mætti alveg segja að ég sé kvikmyndagerðarmaður," segir Gaukur Úlfarsson sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir eins og Quarashi, Ske, K.K. Tinnu Marínu, Stuðmenn og fleiri. Auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður er Gaukur bassaleikari og var áberandi sem slíkur í grasrótinni á seinustu öld en hann hefur einnig leikið með hljómsveitinni Quarashi frá stofnun hennar. "Ég man ekki af hverju ég fór út í þennan kvikmyndabransa, mig minnir að ég hafi byrjað á því að búa til sprell-video með Quarashi og síðan þá hef ég verið svokallaður hirð-hreyfimyndasmiður hljómsveitarinnar." Meðfram tónlistarmyndbandagerð hefur Gaukur verið með alþjóðlega heimildamynd í smíðum um nokkurt skeið í samstarfi við Þórólf Beck. "Þessi heimildamynd fjallar um fólk sem býr í einskonar Matrix-heimi þar sem það hefur að nokkru leyti yfirgefið hinn fýsíska heim fyrir digital-veröld tölvunnar og netsins. Það mætti jafnvel kalla þetta sannsögulega Matrix-mynd. Þetta byrjaði sem heimildamynd um EVE Online tölvuleikinn íslenska og þar hófst samstarfið við Þórólf Beck sem síðan þróaðist út í þessa heimildamynd. Í myndinni erum við að fjalla um fólk sem hefur hannað sér alteregó í heimatölvunni sinni. Það á sér fortíð og framtíð, starf, menntun og útlit. Við fórum til Tokyo, Seoul og Kaupmannahafnar og tókum viðtöl við spilara sem lifa og hrærast í þessum heimi. Þarna er fólk sem lifir lífi sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Fólk verður eiginlega bara að bíða eftir myndinni." En hvað svo annað á döfinni? "Ég hef verið að gera heimildamynd um upptökur á nýjustu plötu Quarashi sem verður mjög fróðleg. Fókusinn var tekinn á almennan tónlistaráhuga fólks, af hverju menn fara út í þann bransa að taka upp plötu og þar fram eftir götunum. Það var varla slegin nóta í hljóðverinu sem ekki var tekin upp og svo þarf bara að setja þessi myndbrot saman. Annars er ég er að íhuga að taka góðan sprett í vídeo-gerð. Þetta er mjög góð æfing í kvikmyndagerð. Það er mikið stress því allt þarf að gerast á mjög stuttum tíma og þetta kennir manni öguð vinnubrögð og þjálfar útsjónarsemi. Langtímamarkmiðið er þó að gera kvikmynd í fullri lengd innan þriggja ára. Ég er byrjaður að safna í gagnabankann og er kominn með nokkrar góðar sögur sem munu síðan væntanlega krydda hversdagslegt handrit." Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég lifi á því að búa til hreyfanlegar litmyndir með hljóði svo að það mætti alveg segja að ég sé kvikmyndagerðarmaður," segir Gaukur Úlfarsson sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir eins og Quarashi, Ske, K.K. Tinnu Marínu, Stuðmenn og fleiri. Auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður er Gaukur bassaleikari og var áberandi sem slíkur í grasrótinni á seinustu öld en hann hefur einnig leikið með hljómsveitinni Quarashi frá stofnun hennar. "Ég man ekki af hverju ég fór út í þennan kvikmyndabransa, mig minnir að ég hafi byrjað á því að búa til sprell-video með Quarashi og síðan þá hef ég verið svokallaður hirð-hreyfimyndasmiður hljómsveitarinnar." Meðfram tónlistarmyndbandagerð hefur Gaukur verið með alþjóðlega heimildamynd í smíðum um nokkurt skeið í samstarfi við Þórólf Beck. "Þessi heimildamynd fjallar um fólk sem býr í einskonar Matrix-heimi þar sem það hefur að nokkru leyti yfirgefið hinn fýsíska heim fyrir digital-veröld tölvunnar og netsins. Það mætti jafnvel kalla þetta sannsögulega Matrix-mynd. Þetta byrjaði sem heimildamynd um EVE Online tölvuleikinn íslenska og þar hófst samstarfið við Þórólf Beck sem síðan þróaðist út í þessa heimildamynd. Í myndinni erum við að fjalla um fólk sem hefur hannað sér alteregó í heimatölvunni sinni. Það á sér fortíð og framtíð, starf, menntun og útlit. Við fórum til Tokyo, Seoul og Kaupmannahafnar og tókum viðtöl við spilara sem lifa og hrærast í þessum heimi. Þarna er fólk sem lifir lífi sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Fólk verður eiginlega bara að bíða eftir myndinni." En hvað svo annað á döfinni? "Ég hef verið að gera heimildamynd um upptökur á nýjustu plötu Quarashi sem verður mjög fróðleg. Fókusinn var tekinn á almennan tónlistaráhuga fólks, af hverju menn fara út í þann bransa að taka upp plötu og þar fram eftir götunum. Það var varla slegin nóta í hljóðverinu sem ekki var tekin upp og svo þarf bara að setja þessi myndbrot saman. Annars er ég er að íhuga að taka góðan sprett í vídeo-gerð. Þetta er mjög góð æfing í kvikmyndagerð. Það er mikið stress því allt þarf að gerast á mjög stuttum tíma og þetta kennir manni öguð vinnubrögð og þjálfar útsjónarsemi. Langtímamarkmiðið er þó að gera kvikmynd í fullri lengd innan þriggja ára. Ég er byrjaður að safna í gagnabankann og er kominn með nokkrar góðar sögur sem munu síðan væntanlega krydda hversdagslegt handrit."
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira