Hreyfimyndasmiður hljómsveitanna 27. júlí 2004 00:01 "Ég lifi á því að búa til hreyfanlegar litmyndir með hljóði svo að það mætti alveg segja að ég sé kvikmyndagerðarmaður," segir Gaukur Úlfarsson sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir eins og Quarashi, Ske, K.K. Tinnu Marínu, Stuðmenn og fleiri. Auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður er Gaukur bassaleikari og var áberandi sem slíkur í grasrótinni á seinustu öld en hann hefur einnig leikið með hljómsveitinni Quarashi frá stofnun hennar. "Ég man ekki af hverju ég fór út í þennan kvikmyndabransa, mig minnir að ég hafi byrjað á því að búa til sprell-video með Quarashi og síðan þá hef ég verið svokallaður hirð-hreyfimyndasmiður hljómsveitarinnar." Meðfram tónlistarmyndbandagerð hefur Gaukur verið með alþjóðlega heimildamynd í smíðum um nokkurt skeið í samstarfi við Þórólf Beck. "Þessi heimildamynd fjallar um fólk sem býr í einskonar Matrix-heimi þar sem það hefur að nokkru leyti yfirgefið hinn fýsíska heim fyrir digital-veröld tölvunnar og netsins. Það mætti jafnvel kalla þetta sannsögulega Matrix-mynd. Þetta byrjaði sem heimildamynd um EVE Online tölvuleikinn íslenska og þar hófst samstarfið við Þórólf Beck sem síðan þróaðist út í þessa heimildamynd. Í myndinni erum við að fjalla um fólk sem hefur hannað sér alteregó í heimatölvunni sinni. Það á sér fortíð og framtíð, starf, menntun og útlit. Við fórum til Tokyo, Seoul og Kaupmannahafnar og tókum viðtöl við spilara sem lifa og hrærast í þessum heimi. Þarna er fólk sem lifir lífi sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Fólk verður eiginlega bara að bíða eftir myndinni." En hvað svo annað á döfinni? "Ég hef verið að gera heimildamynd um upptökur á nýjustu plötu Quarashi sem verður mjög fróðleg. Fókusinn var tekinn á almennan tónlistaráhuga fólks, af hverju menn fara út í þann bransa að taka upp plötu og þar fram eftir götunum. Það var varla slegin nóta í hljóðverinu sem ekki var tekin upp og svo þarf bara að setja þessi myndbrot saman. Annars er ég er að íhuga að taka góðan sprett í vídeo-gerð. Þetta er mjög góð æfing í kvikmyndagerð. Það er mikið stress því allt þarf að gerast á mjög stuttum tíma og þetta kennir manni öguð vinnubrögð og þjálfar útsjónarsemi. Langtímamarkmiðið er þó að gera kvikmynd í fullri lengd innan þriggja ára. Ég er byrjaður að safna í gagnabankann og er kominn með nokkrar góðar sögur sem munu síðan væntanlega krydda hversdagslegt handrit." Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
"Ég lifi á því að búa til hreyfanlegar litmyndir með hljóði svo að það mætti alveg segja að ég sé kvikmyndagerðarmaður," segir Gaukur Úlfarsson sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir eins og Quarashi, Ske, K.K. Tinnu Marínu, Stuðmenn og fleiri. Auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður er Gaukur bassaleikari og var áberandi sem slíkur í grasrótinni á seinustu öld en hann hefur einnig leikið með hljómsveitinni Quarashi frá stofnun hennar. "Ég man ekki af hverju ég fór út í þennan kvikmyndabransa, mig minnir að ég hafi byrjað á því að búa til sprell-video með Quarashi og síðan þá hef ég verið svokallaður hirð-hreyfimyndasmiður hljómsveitarinnar." Meðfram tónlistarmyndbandagerð hefur Gaukur verið með alþjóðlega heimildamynd í smíðum um nokkurt skeið í samstarfi við Þórólf Beck. "Þessi heimildamynd fjallar um fólk sem býr í einskonar Matrix-heimi þar sem það hefur að nokkru leyti yfirgefið hinn fýsíska heim fyrir digital-veröld tölvunnar og netsins. Það mætti jafnvel kalla þetta sannsögulega Matrix-mynd. Þetta byrjaði sem heimildamynd um EVE Online tölvuleikinn íslenska og þar hófst samstarfið við Þórólf Beck sem síðan þróaðist út í þessa heimildamynd. Í myndinni erum við að fjalla um fólk sem hefur hannað sér alteregó í heimatölvunni sinni. Það á sér fortíð og framtíð, starf, menntun og útlit. Við fórum til Tokyo, Seoul og Kaupmannahafnar og tókum viðtöl við spilara sem lifa og hrærast í þessum heimi. Þarna er fólk sem lifir lífi sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Fólk verður eiginlega bara að bíða eftir myndinni." En hvað svo annað á döfinni? "Ég hef verið að gera heimildamynd um upptökur á nýjustu plötu Quarashi sem verður mjög fróðleg. Fókusinn var tekinn á almennan tónlistaráhuga fólks, af hverju menn fara út í þann bransa að taka upp plötu og þar fram eftir götunum. Það var varla slegin nóta í hljóðverinu sem ekki var tekin upp og svo þarf bara að setja þessi myndbrot saman. Annars er ég er að íhuga að taka góðan sprett í vídeo-gerð. Þetta er mjög góð æfing í kvikmyndagerð. Það er mikið stress því allt þarf að gerast á mjög stuttum tíma og þetta kennir manni öguð vinnubrögð og þjálfar útsjónarsemi. Langtímamarkmiðið er þó að gera kvikmynd í fullri lengd innan þriggja ára. Ég er byrjaður að safna í gagnabankann og er kominn með nokkrar góðar sögur sem munu síðan væntanlega krydda hversdagslegt handrit."
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira