Erlent

Samkomulag ríkra og fátækra fjarri

Yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf segir enn langt í land áður en hægt verður að tryggja nýtt samkomulag á milli vel stæðra ríkja og hinna fátækari um alþjóðaviðskipti. Ráðherrar þrjátíu og fimm ríkja eru samankomnir í Genf til þess að freista þess að blása nýju lífi í viðræðurnar og reyna að tryggja fríverslunarsamninga á milli ríkjanna en viðræður hafa verið strand í þrjú ár. Supachai Panitchpakdi, yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, segir enn mikla vinnu óunna því djúp gjá sé meðal annars enn á milli ríkjanna um landbúnaðinn. Myndin var tekin við upphaf fundarins í Genf í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×