Erlent

Rúandískir hermenn sagðir í Kongó

Nokkur þúsund rúandískra hermanna hafa farið yfir landamærin inn í Kongó undanfarna daga að sögn vestræns sendimanns í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum stjórnvalda í Rúanda og Kongó undanfarið, Rúanda sendi her til þátttöku í borgarastríðinu í Kongó fyrir nokkrum árum og óttast Kongóstjórn að Rúanda láti aftur til sín taka. Þrátt fyrir orð vestræna sendimannsins hefur vera rúandískra hermanna í Kongó ekki fengist staðfest. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í austurhluta Kongó sagði að þeirra hefði ekki orðið vart.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×