Erlent

Hætta árásum á Ísraela

Hamassamtökin hafa hætt árásum á Ísraela fram yfir forsetakosningar Palestínumanna 9. janúar. Þetta sagði Sheik Hassan Yousef, leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum. Hann sagði samtökin jafnframt reiðubúin að íhuga formlegt vopnahlé við Ísraela. "Við núverandi aðstæður hafa margar stjórnmálahreyfingar og herská samtök hætt árásum sínum. Þau bíða þess að sjá hvernig nýja tímabilið verður," sagði Yousef. Hann setti þau skilyrði fyrir vopnahléi við Ísraela að þeir síðarnefndu slepptu palestínskum föngum úr haldi, hyrfu á brott frá hernumdu svæðunum og hættu árásum á vígamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×