Erlent

Eitt kennileita Belfast sprengt

Það mannvirki í Belfastborg á Norður-Írlandi, sem mest hefur borið á, var jafnað við jörðu í dag. Churchill-húsið hefur staðið í miðborg Belfast í fjörutíu ár en yfirvöld ákváðu að landsvæðið væri svo verðmætt að það borgaði sig að sprengja húsið í morgun til að rýma fyrir nýjum byggingum. Húsið var nítján hæðir en tók aðeins nokkrar sekúndur að hrynja til grunna, enda voru notuð um hundrað kíló af sprengiefni. Churchill-húsið hýsti aðallega skrifstofur en nú er fyrirhugað að reisa verslunarmiðstöð á þessum stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×