Ekkert í líkingu við flóðið 1996 2. nóvember 2004 00:01 Búist er við að hlaup í Skeiðará á Skeiðarársandi nái hámarki í dag. Í gær mátti sjá háa öskubólstra stíga upp frá Vatnajökli. Ekki er búist við jafn miklu hlaupi nú og fór yfir Skeiðarársand árið 1996. Þjóðveginum um Skeiðarársand var lokað klukkan hálf átta í gærkvöld en Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði sagði í gær að vegurinn yrði opnaður aftur í birtingu í dag. Lögreglan var með vakt við veginn í nótt. Reynir sagði að engar skemmdir hefðu orðið á mannvirkjum í hlaupinu. Bjarni Kristinsson og Snorri Zophoníasson hafa verið við mælingar í Skeiðará á vegum Vatnamælinga Orkustofnunar. Þeir segja að vatnsmagn í ánni hafi tvöfaldast á sólarhring frá því á sunnudag. Þá hafi það verið 570 rúmmetrar á sekúndu. Á mánudag hafi það verið 1500 rúmmetrar og 2900 rúmmetrar á hádegi í gær. Í hamfaraflóðinu árið 1996 komst vatn í ánni í 20.000 rúmmetra þegar það náði hámarki. Hlaupið nú er því smávægilegt í samanburði við það. Snorri segir að hlaup hafi verið byrjað í ánni áður en gosið hófst. Miðað við vatnsmagnið í Grímsvötnum þá hefði hlaupinu átt að ljúka í gær. Vatnsmagn í Grímsvötnum hafi verið komið í 700 um helgina en verið komið niður í 170 gígalítra þegar gosið hófst. Vegna gossins hafi ís hins vegar bráðnað og aukið vatnsmagn undir jöklinum. Hlaupið eigi því enn eftir að vaxa. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Sjá meira
Búist er við að hlaup í Skeiðará á Skeiðarársandi nái hámarki í dag. Í gær mátti sjá háa öskubólstra stíga upp frá Vatnajökli. Ekki er búist við jafn miklu hlaupi nú og fór yfir Skeiðarársand árið 1996. Þjóðveginum um Skeiðarársand var lokað klukkan hálf átta í gærkvöld en Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði sagði í gær að vegurinn yrði opnaður aftur í birtingu í dag. Lögreglan var með vakt við veginn í nótt. Reynir sagði að engar skemmdir hefðu orðið á mannvirkjum í hlaupinu. Bjarni Kristinsson og Snorri Zophoníasson hafa verið við mælingar í Skeiðará á vegum Vatnamælinga Orkustofnunar. Þeir segja að vatnsmagn í ánni hafi tvöfaldast á sólarhring frá því á sunnudag. Þá hafi það verið 570 rúmmetrar á sekúndu. Á mánudag hafi það verið 1500 rúmmetrar og 2900 rúmmetrar á hádegi í gær. Í hamfaraflóðinu árið 1996 komst vatn í ánni í 20.000 rúmmetra þegar það náði hámarki. Hlaupið nú er því smávægilegt í samanburði við það. Snorri segir að hlaup hafi verið byrjað í ánni áður en gosið hófst. Miðað við vatnsmagnið í Grímsvötnum þá hefði hlaupinu átt að ljúka í gær. Vatnsmagn í Grímsvötnum hafi verið komið í 700 um helgina en verið komið niður í 170 gígalítra þegar gosið hófst. Vegna gossins hafi ís hins vegar bráðnað og aukið vatnsmagn undir jöklinum. Hlaupið eigi því enn eftir að vaxa.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Sjá meira