Erlent

Ekki til Írak á þakkargjörðarhátíð

George Bush Bandaríkjaforseti ákvað að heimsækja ekki bandarískar hersveitir í gær, á þakkagjörðahátíðinni, en í fyrra birtist hann óvænt í Írak. Í þetta sinn lét hann duga að hringja til Íraks frá búgarði sínum í Crawford í Texas. Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti á miðvikudag nýjar upplýsingar um fjölda fallinna hermanna í Írak, og samkvæmt þeim hafa 1230 hermenn fallið, þar af 109 í þessum mánuði, flestir þeirra í Fallujah. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, varaði bandaríska hermenn í gær við því, að búast mætti við frekara mannfalli á næstu vikum þar sem uppreisnarmenn í Írak væru staðráðnir í að skemma fyrir kosningum í landinu sem fram eiga að fara í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×