Erlent

4 drepnir á græna svæðinu

Fjórir starfsmenn bresks öryggisfyrirtækis í Baghdad voru drepnir í árás skæruliða á hið svokallaða græna svæði í gærkvöldi. Þá eru 15 slasaðir eftir árásina. Það færist í vöxt að gerðar séu árásir á græna svæðið, þar sem sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands hafa aðsetur, sem og bráðabirgðastjórn Íraka. Lengi vel var talið að menn væru óhultir innan þessa svæðis, en skæruliðar hafa undanfarið ítrekað skotið úr sprengjuvörpum inn á svæðið og framið þar sjálfsmorðsárásir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×