Erlent

19 látast vegna kulda í Tyrklandi

19 manns hafa látist af völdum kuldabola í Tyrklandi undanfarna viku. Nokkrir hafa beinlínis látist úr kulda, en aðrir hafa dottið í hálku eða látist óbeint af völdum frosthörkunnar sem ríkt hefur í Tyrklandi síðustu daga. Þá hafa nokkrir skólar neyðst til þess að leggja niður starfsemi síðustu tvo dagana, flugumferð hefur víða legið niðri og vegir til sveitahéraða eru lokaðir. Óvenjulegt er að svo mikill kuldi ríki í Tyrklandi, en búist er við að veðurofsinn gangi yfir á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×