Erlent

4 milljónir starfsmanna þarf

Fjórar milljónir alþjóðlegra heilbrigðisstarfsmanna til viðbótar þarf til ef heilsu fólks um gjörvallan heim á að fara fram næsta áratuginn. Þetta er mat hóps eitt hundrað yfirmanna úr heilbrigðisgeiranum víðs vegar um heiminn. Í Afríku einni saman þarf nú þegar milljón heilbrigðisstarfsmenn til viðbótar við þá sem þar eru að störfum, til þess að berjast við HIV veiruna, alnæmi, malaríu og berkla. Forsvarsmenn Sameinuðu Þjóðanna róa nú að því öllum árum að þjálfa heimamenn í þriðja heims ríkjum til þess að læra grunnatriði neyðarhjálpar og læknisfræði, enda er það fljótlegasta leiðin til þess að fjölga heilbrigðisstarfsfólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×