Erlent

Jólasveinn skotinn

Vopnaður bankaræningi, íklæddur jólasveinabúningi lést í Þýskalandi í dag. Ræninginn hafði ásamt öðrum manni, sem einnig var klæddur sem jólasveinn, haft á brott með sér nokkrar milljónir króna, þegar til skotbardaga kom. Einn lögreglumaður slasaðist alvarlega, en sá jólasveinanna sem ekki varð fyrir skoti náði að flýja af vettvangi og er enn ófundinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×