Erlent

Heilinn skreppur saman

Ný rannsókn vísindamanna við Northwestern-háskólann í Chicago sýnir að heili þeirra sem búa við langvarandi sársauka og kvalir skreppur saman. Þetta er talið minnka getu þeirra til rökhugsunar og mannlegra samskipta. Vísindamennirnir rannsökuðu heila 26 sjúklinga sem þjáðust af sífelldum bakverkjum og 26 fullfrískra manna. Hjá þeim fyrrnefndu skrapp svonefnd heilastúka allverulega saman en í þeim hluta heilans er rökhugsun talin fara fram. Frekari rannsóknir eiga eftir að fara fram en þessar niðurstöður leiða í ljós að hefja verður verkjameðferð sjúklinga fyrr svo að varanlegur heilaskaði hljótist ekki af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×