Erlent

Stakk átta nemendur til bana

Maður stakk átta nemendur til bana í heimavist framhaldsskóla í Ruzhou-borg í Henan-héraði í miðhluta Kína. Maðurinn fór inn í heimavist pilta um miðnætti í fyrrinótt og réðist á nokkra piltanna með hníf. Fjórir særðust til viðbótar þeim sem létust, þeirra á meðal tveir lífshættulega. Lögregla vildi lítið tjá sig um rannsókn málsins en einn kennaranna við skólann sagði að sést hefði til manns klifra yfir þriggja metra háan vegg og fara síðan inn um ólæstar útidyr heimavistarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×