Erlent

Íhuga að fresta kosningum

Íraska kosningastjórnin tekur afstöðu til þess í dag hvort fresta eigi kosningum í landinu. Til stendur að halda kosningar fyrir 30 janúar næst komandi en tíu stjórnmálaflokkar hvöttu í gær til þess að kosningunum yrði frestað um hálft ár. Meðal þeirra flokka sem mæltu með frestun kosninga var flokkur Iyad Allawi forsætisráðherra. "Órói og hryðjuverkaárásir auk ófullnægjandi undirbúnings í stjórnsýslu, framkvæmd og stjórnmálalífinu gera það nauðsynlegt að íhuga frestun kosninganna," sagði í yfirlýsingu flokkanna tíu. Nokkrir helstu flokkar landsins stóðu að yfirlýsingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×