Erlent

Skiptinemum fækkar vestanhafs

Erlendum skiptinemum í Bandaríkjunum hefur fækkað mikið á síðustu árum. Þeir voru nær 28 þúsund síðasta vetur, meira en helmingi færri en þeir voru veturinn 1993 til 1994 þegar þeir voru 62 þúsund talsins. Nokkrar ástæður eru nefndar fyrir þessari fækkun. John Hishmeh, sem vinnur að námsmannaskiptum, segir skóla síður tilbúna til þess nú en áður að taka við nemendum og bera við kostnaði. Að auki er erfiðara en áður að fá fjölskyldur til að taka við skiptinemum inn á heimili sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×